fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku

Fókus
Föstudaginn 15. október 2021 12:00

Hjónin Whitney (til vinstri) og Megan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesbískt par fær reglulega hvimleiða spurningu um hvort þær séu mæðgur, þó svo að það sé aðeins rétt rúmlega ár á milli þeirra.

Whitney Bacon-Evans, 33 ára, og eiginkona hennar Megan, 34 ára, segjast fá þessa spurningu mjög oft og það er alltaf jafn vandræðalegt þegar ókunnugt fólk heldur að Megan sé móðir Whitney.

Whitney og Megan eru áhrifavaldar í fullu starfi og búa í Bretlandi. Þær nota nú þessar pínlegu uppákomur sem efni í fyndin myndbönd á samfélagsmiðlum.

Skjáskot/TikTok

Hjónin eru afar vinsæl á TikTok með um tvær milljón fylgjendur á miðlinum.

Í samtali við LadBible ræðir Whitney um hversu vandræðalegt það er þegar fólk heldur að hún sé dóttir eiginkonu sinnar. „Ég er 33 ára kona. Ég vil líta út eins og kona,“ segir hún.

„Fyrir um mánuði síðan bankaði sendill að dyrum og ég svaraði. Ég var ekki með neinn farða. Hann spurði mig hvort mamma mín væri heima.“

Þær gengu í það heilaga árið 2017.

Whitney segir að athugasemdirnar hafa meiri áhrif á eiginkonu sína en hana. Hún segir að þær fá að heyra þetta allt að fimm sinnum í viku. „Ég vorkenni Megan því ég veit að innst inni truflar þetta hana. Það er vandræðalegt að þurfa að svara: „Nei, við erum hjón.““

Megan tekur undir sama streng og viðurkennir að þetta kemur henni í uppnám.

Þær reyna þó að líta á spauglegu hliðina og gera grín að þessu á TikTok. Þú getur fylgst með þeim hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni