fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Fókus

Björn segir þetta vera einu leiðina sem virkar við að byggja upp sparnað

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 08:42

Björn Berg Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, gefur nokkur góð ráð þegar kemur að því að byrja að spara, í pistli á Vísi

Björn nefnir tvö vinsæl áramótaheit, að koma sér í líkamlegt form og að byrja loksins að spara. Hann segir að þó það sé augljóst hvers vegna við ættum að gera þessa hluti þá gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. „Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja,“ segir hann og bætir við að það sé þó mikill munur á heitinu um að koma sér í form eða að spara.

„Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur,“ segir hann.

„Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna.“

Fyrstu skrefin

Í pistlinum fer Björn yfir fyrstu skrefin til að byggja upp sparnað. Fyrst þarf að ákveða fyrir hverju skal spara. Ertu að safna fyrir íbúð, ferðalagi eða einhverju öðru?

Næst skaltu ákveða hversu mikið þú þarft að leggja fyrir. „Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað,“ segir hann.

Björn ráðleggur fólki einnig að ráðfæra sig við sérfræðing ef það er í einhverjum vafa. „Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka,“ segir hann og bætir við að Facebook hópar séu „góðir til síns brúks en þar eru faglegustu svörin ekki endilega að finna.“

Að lokum skaltu skrá þig í sjálfvirkan sparnað, sem þú getur gert í netbankanum eða símanum.

„Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki,“ segir Björn.

Þú getur lesið pistilinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mæðgur naktar saman í Playboy

Mæðgur naktar saman í Playboy
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rebel Wilson var rænt og ógnað með byssu – „Ég var skíthrædd“

Rebel Wilson var rænt og ógnað með byssu – „Ég var skíthrædd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýnir hvernig það er að vera lömuð með „kvíðavaldandi“ æfingu sem allir geta prófað

Sýnir hvernig það er að vera lömuð með „kvíðavaldandi“ æfingu sem allir geta prófað