fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

„Dildódrottning Íslands“ var partur af sértrúarsöfnuði – „Smátt og smátt fór ég að hafa sterkari skoðanir“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 16:00

Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Takk fyrir að bjóða mér að vera með. Þetta var svona eitthvað sem ég hefði ekki átt von á, að „dildódrottningu Íslands“ yrði boðið að vera með í Kirkjucastinu.“

Þetta segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, í upphafi viðtals síns við þá séra Benjamín Hrafn Böðvarsson og séra Dag Fannar Magnússon, presta í Þjóðkirkjunni og umsjónarmenn hlaðvarpsins Kirkjucastið. Gerður var gestur þeirra Benjamíns og Dags í nýjasta þættinum í Kirkjucastinu og ræddi þar um kirkjuna, kynlíf, sjálfsfróun og kynlífstæki.

„Þegar við tölum um trú og kirkju þá er það kannski það sísta sem við hugsum um er kynlíf, eða eitt af því sem kannski gleymist svolítið,“ segir annar þáttastjórnandi Kirkjucastisins. „En ég meina, eins og við sjáum víða í Biblíunni þá er mikið talað um það, á fyrstu blaðsíðunni er talað um að vera frjósöm og fjölga sér.“

Gerður segist telja að kynlíf sé ein af grunnþörfum mannsins. „Ég lýt á trúna sem þannig að það hjálpar mér að muna gildin mín og að magna þau upp. Þegar ég hugsa um eitthvað þá hugsa ég hvort það stemmi við mín gildi í lífinu. Eitt af þeim gildum þarf líka að vera tengt kynlífinu okkar og hvað það er. Erum við að stunda kynlíf til að búa til börn? Erum við að stunda kynlíf til að njóta eða upplifa eitthvað?“

„Þegar ég var unglingur þá varð ég partur af sértrúarsöfnuði“

Í Kirkjucastinu opnar Gerður sig um trúna sína og sértrúarsöfnuð sem hún var meðlimur í áður fyrr. „Ég myndi segja að ég væri mjög trúuð, mest trúuð af öllum í fjölskyldunni minni,“ segir hún og tekur fram að fjölskyldan hennar hafi ekki verið ýkja trúuð. „Þegar ég var unglingur þá varð ég partur af sértrúarsöfnuði. Ég hef alveg frekar jákvæða reynslu af því og mér leið ofboðslega vel þegar ég var í þessu starfi,“ segir Gerður um sértrúarsöfnuðinn.

„Síðan smátt og smátt fór ég að hafa sterkari skoðanir á sumum hlutum sem stönguðust aðeins á þau gildi sem var verið að tala um í kirkjunni. Þá ákvað ég að fara í mína eigin vegferð, ég trúi á guð en guðinn sem ég trúi á er svolítið bara mótaður eftir mínum gildum. Það var mikið í þeirri kirkju sem ég var í að vera á móti samkynhneigð og kynlíf var „presentað“ öðruvísi heldur en ég myndi gera í dag. Þá bjó ég til mín gildi varðandi kynlíf og það er bara það sem minn guð trúir og varpar á mig.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Gerði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“