fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Lærðu að segja nei

Fókus
Laugardaginn 5. september 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 4. – 10. september

Hrútur 

21.03. – 19.04.

stjornuspa

Drifkraftur þinn er aðdáunarverður en þú þarft ekki að vera 100% alla daga. Þú átt það til að setja mikla pressu á þig. Óþarfa pressu sem veldur bara álagi og streitu. Mundu að þú er mannleg/ur og átt skilið að vera fullkomlega ófullkomin/n.

Naut

20.04. – 20.05.

stjornuspa

Að vera þrjósk/ur er ekki alltaf neikvætt, en það gæti haldið aftur af þér. Ef þú reynir að vera aðeins sveigjanlegri þá munu hlutir reynast þér auðveldari. Reyndu að vera opnari fyrir skoðunum annarra. Þannig þróastu og þroskast.

Tvíburar

21.05. – 21.06.

stjornuspa

Þú átt það til að vera með frestunaráráttu, sem svo veldur þér kvíða. Það er svo margt áhugavert að gerast í hausnum á þér að þú nærð ekki utan um það allt saman. Það er því auðvelt ráð að skrifa lista fyrir hverja viku og setja þér markmið.

Krabbi

22.06. – 22.07.

stjornuspa

Nei er mikilvægt orð, elsku Krabbalabbi. Lærðu að segja nei og þá mun líf þitt ná miklum framförum. Við vitum að þú vilt alltaf allt fyrir alla gera en stundum ertu að ofgera sjálfum þér. Æfðu tjáningarstöðina með því að syngja hátt!

Ljón

23.07-22.07.

stjornuspa

Ljónið á stundum erfitt með egóið sitt og það getur flækst fyrir. Annaðhvort of lítið sjálfsálit eða of mikið. Galdurinn er að finna jafnvægi. Þú veist væntanlega hvorum megin þú ert á þeirri línu. Ef það er of mikið skaltu gefa fólkinu þínu meira svigrúm til að blómstra og ef það er of lítið skaltu æfa sjálfsástina.

Meyja

23.08. – 22.09.

stjornuspa

Meyjan er þekkt fyrir að vera með auga fyrir smáatriðum. Í sumum tilfellum virkar það eins og þráhyggja því allt þarf að vera upp á tíu. Þetta getur vissulega valdið kvíða og því er þín æfing að sleppa tökunum. Jafnvel þótt það sé bara á einu sviði eða að laga ekki eitthvað sem þú hvort sem er varst ekki beðin/n um að laga.

Vog

23.09. – 22.10.

stjornuspa

Þín æfing er æðruleysi og að læra að það er ekki þitt hlutverk að láta öllum líða vel. Sumir þurfa að ganga í gegnum ákveðna hluti sjálfir áður en þeir geta náð jafnmiklu jafnvægi og þú vilt að þeir nái.

Sporðdreki

23.10. – 21.11.

stjornuspa

Halló, dugnaðarforkur! Það kemur vissulega ekkert á óvart að þú þurfir að læra að slaka á. Metnaður er góður en fyrr má nú vera. Hamingjan liggur í því að gefa sjálfum sér frí eftir klukkan fimm suma daga. Ekki taka vinnuna heim alla daga, bara annan hvorn, díll?

Bogmaður

22.11. – 21.12.

stjornuspa

Þið Sporðdrekinn ættuð að fara reglulega í spa saman. Við sjáum öll hvað þú ert dugleg/ur, það fer ekki á milli mála og þú þarft ekki að sanna það fyrir neinum öðrum en sjálfum þér. Hamingja þín liggur í því að gefa sjálfri/um þér leyfi til að vera nákvæmlega eins og þú ert og treysta ferlinu, þú ert á réttri braut.

Steingeit

22.12. – 19.01.

stjornuspa

Steingeitin á ekki auðveldast með að tjá sig og skilur ekki af hverju allir skilja ekki hvað hún vill. Hamingja þín gæti falist í því að æfa þig að segja hugsanir þínar upphátt. Byrjaðu á að halda dagbók, þannig kemstu í flæði og nærð tökum á hugsunum þínum og löngunum.

 Vatnsberi

20.01. – 18.02.

stjornuspa

Þú ert einstök/stakur. Þú hugsar stórt og vilt bjarga heiminum. Það er þinn lærdómur að vandamál heims eru ekki öll þín að bera. Við vitum að þú vilt vel en kannski er best að einbeita þér að einu góðgerðarmáli í einu, það mun hjálpa þér að líða vel án þess að bugast.

Fiskur

19.02. – 20.03.

stjornuspa

Þér finnst gaman að gleyma þér í dagdraumum, ein/n með sjálfum þér. En vissulega búum við í raunheiminum. Þannig að þín æfing er að finna jafnvægi þess á milli. Æfðu þig í að vera félagsleg/ur því það upphefur þig alltaf þegar þú sinnir vinum og fjölskyldu betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun