fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
Fókus

Bók Guðrúnar hlýtur alþjóðleg matreiðslubókarverðlaun fyrir vegan bók

Heimir Hannesson
Föstudaginn 19. júní 2020 11:51

Vegan réttir Guðrúnar eru skv. einum viðmælanda DV, „grussulega“ góðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matreiðslubók Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, Grænkerakrásir, var á dögunum veitt hin eftirsóknarverðu Gourmand-matreiðslubókarverðlaun í tveimur flokkum. Sigraði Guðrún flokkinn veganbækur og fangaði þriðja sæti flokks skandínavískra bóka. Bækur frá fleiri en 200 löndum og landsvæðum keppast um verðlaunin árlega og samkeppnin sé hörð um þessi 25 ára gömlu verðlaun.

Bókin kom út fyrir jólin 2018 og hlaut strax mikið lof. Í tilkynningu frá Sölku, útgefanda bókarinnar segir að „Guðrún Sóley hefur alla tíð verið matargat og sælkeri sem veit fátt betra en að borða góðan mat, helst með mikilli sósu, í góðum félagsskap. Fyrir nokkrum árum ákvað hún að stíga skrefið til fulls og verða alfarið vegan. Þá hófst nýr kafli sem sneri að því að fóta sig með ný hráefni og nýjar forsendur í matargerð.“

Sá kafli stendur enn yfir segir í tilkynningunni og matur eitt það skemmtilegasta sem Guðrún tekur sér fyrir hendur. „Heill heimur opnaðist fyrir mér og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni bjóða upp á; kryddin, ferska grænmetið, baunirnar, ávextirnir, jurtirnar, hneturnar, fræin. Pastað! Pizzurnar! Hamborgararnir! Kökurnar, kruðeríið og sælgætið. Og sósurnar – maður lifandi, sósurnar!“ segir Guðrún Sóley.

Vegan mataræði alls engin meinlætisstefna

Vegan mataræði byggir á því að leggja sér ekki til munns neinar vörur sem framleiddar eru beint eða óbeint úr afurðum dýra. Hefur þessi tegund mataræðis rutt sér til rúms á undanförnum árum á vesturlöndum og gefa fylgismenn fyrir því þrjár ástæður: Meðvitund mannkyns fyrir dýraríkinu og velferð þess hefur aukist mikið á síðustu árum, neikvæð umhverfisáhrif dýraræktunar aukast með aukinni dýrarækt og svo hefur veganismi ekki síst verið svar sumra við aukinni tíðni offitu og tengdum lífsstílssjúkdómum.

Guðrún Sóley segir þó að „[v]eganismi [sé] ekki tiltekið mataræði, hann er ekki meinlætastefna og allra síst megrun. Hann er hugmyndafræði sem miðar að því að binda endi á kerfisbundið ofbeldi gegn dýrum, taka skilvirk og risastór skref í átt að umhverfisvernd og tryggja okkur hreysti, vellíðan og hamingju.“

Ljósmyndir bókarinnar tók Rut Sigurðardóttir og hönnun í höndum Þorbjargar Helgu Ólafsdóttur hjá Farva. Afhending Gourmand-verðlaunanna átti að fara fram í París í júní en vegna aðstæðna varð ekkert af þeirri verðlaunaafhendingu og var því slegið í óformlega verðlaunaafhendingu á Vinnustofu Kjarvals á 17. júní síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ætla að opna annan Vog
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Claessen skrifar um ástina – „Gleymdu honum“

Anna Claessen skrifar um ástina – „Gleymdu honum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varar við leðurbuxum úr Zöru – Ástæðan sprenghlægileg

Varar við leðurbuxum úr Zöru – Ástæðan sprenghlægileg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður DV fórnar sér – Ég drakk sellerísafa á tóman maga í heila viku

Blaðamaður DV fórnar sér – Ég drakk sellerísafa á tóman maga í heila viku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna