fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Swing á Íslandi – „Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er mikið um þetta“

Fókus
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Ninna Pétursdóttir sér um undirsíðuna Makamál hjá Vísi og hefur undanfarið fjallað nokkuð um svonefnda Swing-senuna á Íslandi. En orðið swing er notað yfir það að stunda makaskipti, ef svo mætti að orði komast.

Hún ræddi um þetta í Bítinu í morgun þar sem hún sagði að það hafi komið sér á óvart hversu margir Íslendingar hafi áhuga á swingi.

Ása Ninna gerði óformlega könnun meðal lesenda Vísis um hvort þeir stunduðu swing eða hvort þeir hefðu áhuga á því. Niðurstöðurnar komu henni nokkuð á óvart.

Þrjú prósent þeirra 2500 sem svöruðu sögðust vera virkir í swingi. Átta prósent sögðust hafa prófað. 37 prósent sögðust ekki hafa prófað en hafa áhuga. 14 prósent sögðust forvitin en ekki vilja prófa og 38 prósent höfðu ekki prófa og höfðu engan áhuga á að gera það.

Ása tók viðtal við hjón á fimmtugsaldri sem hafa swing-að í átta ár. Í viðtali hennar við hjónin kom margt áhugavert fram um hvað það er að stunda swing og hvernig swing-menningin er hér á landi.

Aukinn áhugi

Hjónin segja áhugann á swingi hafa aukist mikið þau átta ár sem þau hafa stundað það en síða sem þau nota til að komast í samband við önnur pör á Íslandi hefur farið úr því að vera með nokkra tugi notendur yfir í nokkur hundruð á þessum átta árum.

Hjónin eru vel menntuð, í góðum störfum og hafa verið saman frá unga aldri. Þeim langaði því að prófa eitthvað nýtt og þegar konan stakk upp á swingi þá var ekki aftur snúið.

Hjónin segja að traust í parasambandi sé algjört grundvallaratriði þegar kemur að swingi.

„Þú ferð ekki út í þetta nema að vera í mjög traustu sambandi. Annað er bara rugl. Það þarf að ríkja 100% traust og virðing á milli,“ sagði konan. 

Hún sagði fólk almennt ekki gera sér grein fyrir hversu algengt swingið er.

„Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er mikið um þetta. Miklu meira en fólk grunar allavega.“

Samskipti lykilatriði

Hjónin segja að afbrýðisemi trufli þau ekki mikið.

„Það var mjög sérstök tilfinning að horfa á maka sinn með öðrum manni í fyrsta sinn, bæði æsandi en líka mjög óraunveruleg. Það kemur alveg fyrir að maður upplifi afbrýðisemi en ég held að það sé mjög eðlilegt þegar maður horfir á maka sinn stunda kynlíf með öðrum,“ sagði maðurinn. 

Konan sagði að þau hjónin hafi rætt hlutina fram og til baka, varðandi mörk og annað og ávallt fylgt því. Síðan sé mikilvægt að ræða saman eftir hvert skipti og fara yfir það sem var gott og það sem var það kannski ekki.

Þau hafa eignast marga vini í gegnum swingið og hitta stundum önnur pör fyrir utan senuna.

„Við hittum fólk sem við höfum sofið hjá og förum út að borða með þeim eða hittumst og förum í leikhús eða bara hluti sem svona „vanilla fólk“ gerir með vinum sínum, haha,“ sagði konan. 

Þau hafa ekki áhyggjur af því að mynda tilfinningatengsl við aðra enda felst í swingi, ólíkt opnu sambandi, að þau hitta alltaf annað fólk í sameiningu.

Misskilningur

Til séu þeir þó sem hafa farið illa út úr því að swinga. En það eru yfirleitt aðilar sem fara í þetta á röngum forsendum.

„En það fólk sem við höfum kynnst í þessum lífsstíl er yfirleitt fólk sem hefur verið lengi saman, er vel menntað og í góðum stöðum““

Þau segja marga halda að swing felist í því að mæta í lyklapartý þar sem lyklar eru dregnir upp úr skál, eða einhvers konar kynsvalli. Það er ekki svo.  Eins kannast þau ekkert við ananasinn á Seltjarnarnesinu.

„Oj, nei! Það myndi ég ekki gera. Ekki sjens. Svo var mýtan um ananasinn á Seltjarnarnesinu líka bráðfyndin,“ sagði konan.

„Eflaust eru lyklapartýin til einhvers staðar en ég hef aldrei komið í svoleiðis partý. Og ég færi klárlega ekki að banka hjá konu sem ég hefði séð kaupa ananas á pítsuna sína, haha!,“ sagði maðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“