fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fókus

Segir fyrrverandi kærastann og poppstjörnuna vera eins og tvíbura Trump – „Þeir eru bókstaflega sama manneskjan“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 22:00

Samsett mynd - Kanye West, Donald Trump og Amber Rose

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og áhrifavaldurinn Amber Rose var gestur í hlaðvarpsþættinum No Jumper á dögunum. Þar fór hún hörðum orðum um fyrrverandi kærasta sinn rapparann og forsetaframbjóðandann Kanye West. Rose vill meina að undanfarin 10 ár hafi West lagt sig í einelti og líkir honum við núverandi Bandaríkjaforseta Donald Trump.

Kanye West hefur undanfarin ár farið ófögrum orðum um Amber Rose. Hann hefur til að mynda kallað hana vændiskonu og haldið því fram að hann hafi þurft að fara í 30 sturtuferðir eftir að þau hættu saman. Við því segir Rose:

„Hann kallaði mig vændiskonu, tíu árum eftir sambandsslitin. Láttu mig bara í friði, því ég er ekki að bögga þig.“

Þá sagði hún einnig að West væri alveg eins og Donald Trump, og líkti þeim við tvíbura. Það kemur Rose ekki á óvart þegar að Kanye styður Trump.

„Það kemur mér ekki á óvart að hann elski Trump. Þeir eru eins og tvíburar. Þeir eru bókstaflega sama manneskjan.“

„Þeir eru alveg eins. Stundum segir Trump eitthvað og ég hugsa með mér „Guð minn góður, þetta er Kanye. Þetta er hann,“ Hann sér eflaust sjálfan sig í Trump og þess vegna styður Kanye hann Trump, geri ég ráð fyrir.“

Hér má hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bækur fyrir ferðafíkla og þá sem vilja bæta fjárhagstöðu sína – „Lygileg saga“

Bækur fyrir ferðafíkla og þá sem vilja bæta fjárhagstöðu sína – „Lygileg saga“
Fókus
Í gær

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron og Kristbjörg opinbera nafn drengsins

Aron og Kristbjörg opinbera nafn drengsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“