Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Fókus

Tanja Ýr varar við vafasömum einstaklingi á Tinder – „Maður veit aldrei hver er á bakvið þessa miðla“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 31. janúar 2020 09:30

Tanja Ýr er áhrifavaldur Skjáskot/YouTube @tanjayr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, áhrifavaldur, fyrirtækjaeigandi og fyrrverandi fegurðardrottning, varar við vafasömum einstaklingi á stefnumótaforritinu Tinder.

Einhver óprúttin aðili siglir undir fölsku flaggi og þykist vera hún á miðlinum. Tanja Ýr greinir frá þessu í Instagram Story.

„Ég er ekki á Tinder,“ segir Tanja Ýr og birtir skjáskot af Tinder-prófíl viðkomandi. Manneskjan hefur notað nafn hennar ásamt nokkrum myndum af henni.

„Vildi setja þetta hér inn þar sem svona getur verið svo varasamt. Maður veit aldrei hver er á bakvið þessa miðla þegar svona „fake“ profile er settur upp,“ segir Tanja Ýr.

Tanja Ýr er ekki fyrsti íslenski áhrifavaldurinn til að lenda í þessu, en bæði Sunneva Einars og Birgitta Líf hafa sagt svipaða sögu.

Sjá einnig: Sunneva blæs á kjaftasögurnar

Í mars 2019 leiðrétti Sunneva misskilning á Instagram, en margir höfðu spurt hana hvort hún væri lesbía. Einhver óprúttinn aðili hafði notað mynd af Sunnevu á stefnumótaforritinu HER, sem er fyrir hinsegin konur.

Sjá einnig: Ekki í fyrsta skipti sem Birgitta Líf lendir í þessu

Birgitta Líf sagði frá því í september að hún hefur nokkrum sinnum lent í því að fólk noti hennar myndir á Tinder en noti annað nafn.

„Er btw ekki á neinum svona miðlum. Hef fengið svona sent áður bæði með fake nafni og undir „mínu“ nafni,“ skrifaði Birgitta Líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið

Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“
Fókus
Fyrir 1 viku

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 1 viku

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“