fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
Fókus

Snædís Yrja fagnar tveggja ára píkuafmæli

Fókus
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 13:00

Snædís Yrja. Mynd: Instagram @snaedisyrja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Snædís Yrja fagnar tveggja ára píkuafmæli í dag. Hún deilir gömlu myndbandi af sér, nýkominni úr aðgerð, í Instagram Story.

„Jæja þá er ég búin. Ég er soldið lyfjuð en vá hvað ég er hamingjusöm. Uuu já, þetta eru spennandi tímar framundan,“ segir hún í myndbandinu.

Með myndbandinu skrifar hún: „2 ára píkuafmæli í dag.“

Sjá einnig: Snædís Yrja og Frosti ræða um kynlíf eftir kynleiðréttinguna: „Er einhvers konar snípur þarna líka þá?“ 

Snædís Yrja hefur verið mjög opin um ferli sitt á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Í október síðastliðnum ræddi hún um kynlíf eftir kynleiðréttingu í viðtali í Harmageddon á X977.

„Fullnægingarnar mínar eru bara ofboðslega góðar. Það er magnað hvað þetta er komið langt og ég varla trúi því sjálf stundum,“ sagði Snædís Yrja í viðtalinu.

Frosti, þáttastjórnandi Harmageddon, spurði þá: „Já það er magnað að heyra. Er einhvers konar snípur þarna líka þá?“

„Já, þetta er ótrúlega flott. Allar vinkonur mínar eru bara vá af hverju get ég ekki fengið eitt stykki svona,“ sagði Snædís Yrja og hló.

„Ég er þakklát fyrir lýtalækninn minn á hverjum einasta degi.“

Sjá einnig: Snædís Yrja opnar sig: „Undantekningarlaust vilja strákar hafa mig sem leyndarmál“

Leyndarmál

Snædís Yrja opnaði sig stuttu fyrir viðtalið í mjög einlægu myndbandi á Instagram. Þar sagði hún frá því hvernig hún hefur verið leyndarmál stráka og hvernig það hefur valdið henni hjartasári.

„Í dag er ég búin [með kynleiðréttingarferlið]. Ég er búin að fara í píkuaðgerðina mína. Ég fór í hana fyrir tveimur árum síðan. Þá finnst mér ég skilgreinast sem kona, ekki transkona. Og vill fá það. En ég get bara sagt frá minni sögu, minni reynslu og hvernig mér líður,“ sagði hún í myndbandinu.

Þú getur horft á það hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B3fJn_HAvB5/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er skrýtnasti staður sem ævintýramaðurinn Kristján hefur heimsótt – „Það var ekkert fólk”

Þetta er skrýtnasti staður sem ævintýramaðurinn Kristján hefur heimsótt – „Það var ekkert fólk”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er kántrístjarnan kominn með nýja kærustu – „Algjörlega fáránlegt og ósatt“

Er kántrístjarnan kominn með nýja kærustu – „Algjörlega fáránlegt og ósatt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konu brugðið á veitingastað eftir að ókunnur maður rétti henni miða – „Eitthvað fyrir þig að hugsa um“

Konu brugðið á veitingastað eftir að ókunnur maður rétti henni miða – „Eitthvað fyrir þig að hugsa um“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Í dag lít ég á þetta sem velgengnisskatt“

„Í dag lít ég á þetta sem velgengnisskatt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ofurfæðubótarefnið“ kreatín hefur marga kosti en er alls ekki fyrir alla

„Ofurfæðubótarefnið“ kreatín hefur marga kosti en er alls ekki fyrir alla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda missti fyrirtækið og fór í persónulegt gjaldþrot – Þetta gerði hún til að koma sterkari til baka

Linda missti fyrirtækið og fór í persónulegt gjaldþrot – Þetta gerði hún til að koma sterkari til baka