Mánudagur 27.janúar 2020
Bleikt

Snædís Yrja og Frosti ræða um kynlíf eftir kynleiðréttinguna: „Er einhvers konar snípur þarna líka þá?“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 21. október 2019 14:01

Frosti Logason og Snædís Yrja Kristjánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snædís Yrja Kristjánsdóttir opnaði sig nýverið í mjög einlægu myndbandi á Instagram. Þar sagði hún frá því hvernig hún hefur verið leyndarmál stráka og hvernig það hefur valdið henni hjartasári.

Sjá einnig: Snædís Yrja opnar sig: „Undantekningarlaust vilja strákar hafa mig sem leyndarmál“

Snædís Yrja gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð fyrir tveimur árum og hefur verið mjög opin um ferlið á samfélagsmiðlum.

„Í dag er ég búin [með kynleiðréttingarferlið]. Ég er búin að fara í píkuaðgerðina mína. Ég fór í hana fyrir tveimur árum síðan. Þá finnst mér ég skilgreinast sem kona, ekki transkona. Og vill fá það. En ég get bara sagt frá minni sögu, minni reynslu og hvernig mér líður,“ sagði hún í myndbandinu.

Snædís Yrja var gestur í Harmageddon á X977 í morgun. Þar talar hún um myndbandið og kynleiðréttingarferlið.

Frosti segir: „Ég er alveg viss um að hlustendur vilji að ég spurji að þessu. Þú ert núna með kvenkyns…“

„Ég er með píku,“ segir þá Snædís Yrja.

„Þú ert með píku, takk fyrir að segja það fyrir mig. Og nýtist hún eins og uuu,“ spyr Frosti, frekar vandræðalegur.

„Ég hef ekki fengið neinar kvartanir,“ svarar þá Snædís Yrja.

Frosti spyr þá hvort hún stundi kynlíf eins og hver önnur kona og svarar Snædís Yrja játandi.

Hún rifjar upp fyndið atvik þegar strákur spurði hana hvort hún væri á pillunni eftir kynlíf. „Hann vissi alla mína sögu […] Þetta er allt fullkomið en ekki alveg svo fullkomið, ég er ekki komin með leg,“ segir hún og hlær.

„Fullnægingarnar mínar eru bara ofboðslega góðar. Það er magnað hvað þetta er komið langt og ég varla trúi því sjálf stundum,“ segir Snædís Yrja.

Frosti spyr þá: „Já það er magnað að heyra. Er einhvers konar snípur þarna líka þá?“

„Já, þetta er ótrúlega flott. Allar vinkonur mínar eru bara vá af hverju get ég ekki fengið eitt stykki svona,“ segir Snædís Yrja og hlær.

„Já, hún er bara mjög vel gerð,“ segir Frosti.

„Já bara ofboðslega vel gerð. Ég er þakklát fyrir lýtalækninn minn á hverjum einasta degi,“ segir Snædís Yrja.

Þú getur hlustað á viðtalið við Snædísi Yrju í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Lesið í tarot Hildar: Byrjunin á einhverju stóru

Lesið í tarot Hildar: Byrjunin á einhverju stóru
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ástarsaga hataðasta fólks Bretlands

Ástarsaga hataðasta fólks Bretlands
Bleikt
Fyrir 1 viku

Móðir upplifði martröð: Bleyjurnar sem hún keypti á Amazon voru notaðar

Móðir upplifði martröð: Bleyjurnar sem hún keypti á Amazon voru notaðar
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Stjörnuspá vikunnar: Það eru veigamiklar breytingar framundan í þínu lífi og þú kvíðir fyrir þeim

Stjörnuspá vikunnar: Það eru veigamiklar breytingar framundan í þínu lífi og þú kvíðir fyrir þeim

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.