fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Svíar fögnuðu Eurovision-framlagi sínu en Daði stal senunni – „Sigurvegari Eurovision er nú þegar fundinn“

Fókus
Mánudaginn 9. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tríóið The Mamas kom, sá og sigraði í Melodifestivalen, sænsku Söngvakeppninni, um helgina með lagið Move. The Mamas eru Eurovision-aðdáendum kunnar þar sem þær sungu bakraddir í framlagi Svía í Eurovision í fyrra, Too Late For Love, sem John Lundvik söng og endaði í fimmta sæti.

Í morgunþætti á sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 er farið yfir sigur The Mamas í Melodifestivalen, eða Melló eins og aðdáendur kalla keppnina. Malin Collins, blaðamaður fer yfir sigurinn en einnig möguleika The Mamas í Eurovision, sem fer fram í Rotterdam í Hollandi í maí. Í þættinum segir hún að The Mamas þurfi að takast á við tvær stórar hindranir ef þær vilja eiga möguleika á sigri.

Önnur hindrunin er sú að COVID-19 kórónaveiran gæti orðið til þess að Eurovision-keppnin verði ekki haldin í ár. Hin hindrunin er framlag Íslendinga, Daði Freyr og Gagnamagnið með Think About Things. Telur Malin að „sigurvegari Eurovision sé nú þegar fundinn.“

Þetta brot úr morgunþættinum átti að fara í að fjalla um sigur The Mamas í Melló á laugardagskvöldið, en það má segja að Daði Freyr hafi stolið senunni. Sem stendur er Daði Freyr og Gagnamagnið enn efst í veðbönkum og spáð sigri í Eurovision. Svíum er spáð áttunda sæti.

Hægt er að sjá brotið úr morgunþættinum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því