fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Filippseyska kærastan hittir íslensku stórfjölskylduna – Hún bjóst ekki við þessu

Fókus
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 10:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðabloggarinn Finnur Snær Oktosson heldur úti vinsælli YouTube-rás undir nafninu Finn Snow. Hann er með rúmlega 318 þúsund áskrifendur á miðlinum.

Finnur og kærastan hans, Sherlyn Doloriel, hafa verið á ferðlagi um Ísland í sumar. Hann hefur birt nokkur myndbönd á YouTube frá ferðalaginu, meðal annars um verðlag á Íslandi og frá stöðum þar sem atriði fyrir Game Of Thrones voru tekin upp.

Eitt nýjasta myndband hans er titlað: „Filippseysk kærasta hittir fjölskyldu mína (Hún bjóst ekki við þessu).“

Myndbandið hefur fengið yfir 150 þúsund áhorf þegar þessi grein er skrifuð. Í myndbandinu hittir Sherlyn, sem er frá Filippseyjum, íslensku og bandarísku fjölskyldu Finns. Það er mikið fjör og húllumhæ og skemmtu þau sér konunglega.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Hér getur þú svo horft á myndbandið þar sem Finnur og Sherlyn ræða um verðlagið á Íslandi, meðal annars kostnaðinn við að leggja við einn af fossum Íslands, sem var 700 krónur. En það sem þeim blöskraði hvað mest var verðið fyrir að gista eina nótt á tjaldsvæði, sem var 4000 krónur.

Hér má svo sjá fyrsta dag þeirra á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“