fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Grímur Sæmundsson einn af tekjuhæstu Íslendingunum – Bláa Lónið gefur vel

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 2. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Sæmundsson hafði forystu um stofnun Bláa Lónsins hf. árið 1992 og hefur verið framkvæmdastjóri og síðar forstjóri félagsins frá upphafi. Grímur var einnig formaður Samtaka ferðaþjónustunnar frá árinu 2014 þar til í febrúar 2019. Óumdeilt er að Grímur er eitt þekktasta nafn ferðabransans á Íslandi og hefur tekið virkan þátt í þróun ferðaþjónustunnar.

Grímur útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1981, lærði íþróttalæknisfræði í Bretlandi og vann síðan sem heimilislæknir í nokkur ár, þar sem hann sinnti íþróttafólki. Grímur hefur verið valinn markaðsmaður ársins og maður ársins í íslensku atvinnulífi af Frjálsri verslun.

Grímur hefur í fjöldamörg ár verið einn af tekjuhæstu Íslendingunum, og það þrátt fyrir hrakspár undanfarin ár um minni straum ferðamanna til landsins. Bláa Lónið hefur þann kost fram yfir marga aðra ferðamannastaði að vera nánast við bakdyrnar á Keflavíkurflugvelli og því steypa ferðamenn sér í lónið. Bláa Lónið er einstakt á heimsvísu, hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga og verið valið eitt af 25 undrum veraldar af tímaritinu National Geographic. Nýtt fimm stjörnu hótel, The Retreat, mun bara auka vinsældir Bláa Lónsins.

Grímur og Björg Jónsdóttir, eiginkona hans, búa að Hlunnavogi 7, en húsið er skráð sem þinglýst eign eiginkonunnar. Húsið er 270,4 fermetrar og fasteignamat þess er 98.350.000 króna Björg lék nokkur hlutverk í sjónvarps- og kvikmyndum fyrr á árum, þar á meðal í Óðali feðranna og Vandarhöggi.

Heimili:

Hlunnavogur 7

270,4 fm

Fasteignamat: 98.350.000 kr.

Grímur Sæmundsen:

Tekjublað DV 2018: 10.776.416 kr.

Ekki missa af DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“