fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Aftur í hart á milli fundarstjóra og Hatara – Skautaði framhjá spurningum til Klemensar: „Hleypið Hatara að“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2019 21:39

Klemens og Felix á fundinum. Mynd: Skjáskot af YouTube-síðu Eurovision Song Contest.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamannafundi með þeim flytjendum sem eru komnir í úrslit Eurovision á laugardagskvöld lauk nú fyrir stundu.

Fundurinn var stuttur og snarpur og gafst blaðamannamönnum að spyrja hvern flytjanda spurninga – aðeins einnar spurningar í fyrstu umferð. Enn fremur drógu flytjendur úr potti hvort þeir skemmta í fyrri eða seinni helming keppninnar á laugardagskvöld.

„McDonald’s, Deutsche Bank, Domino’s.“

Klemens Hannigan, annar söngvari Hatara, og Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins, mættu fyrir hönd Íslands á fundinn. Klemens sagðist vera fullur þakklætis eftir kvöldið.

„Við erum mjög þakklátir fyrir þetta tækifæri. Það er augljóst að kapítalismi er einu skrefi nær því að falla. Allt er samkvæmt áætlun,“ sagði Klemens og hófst svo handa við að þakka öllum sem hafa stutt við bakið á Hatara – frændum, frænkum, öfum, ömmum, auk heimsþekktra vörumerkja.

„Öll fyrirtækin sem hafa stutt okkur – McDonald’s, Deutsche Bank, það eru svo mörg, Domino’s.“

Uppskar Klemens mikinn hlátur eftir þessa upptalningu. Þá dró hann úr fyrrnefndum potti og nú liggur fyrir að Hatari treður upp í seinni helming Eurovision úrslitakeppninnar. Eftir dráttinn sneri fundarstjóri sér rakleiðis að næsta flytjanda, Serhat frá San Marínó, án þess að gefa blaðamönnum færi á að spyrja Klemens spurninga.

„Hleypið Hatara að!“ var þá kallað úr sal. Þá fékk Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Sýnar, að bera upp sína spurningu. Hann spurði hvort atriðinu yrði breytt og hvaða þýðingu þessi árangur hefði.

„Mér finnst erfitt að svara þessari spurningu án þess að vera of pólitískur. Mig langar virkilega að svara þér með hreinskilnu svari en ég held að það yrði of umdeilt við þessar aðstæður,“ sagði Klemens.

Hataraliðar hafa áður átt í erfiðleikum með fundarstjórann sem stjórnaði fundinum, eins og lesa má um hér.

Hægt er að horfa á fundinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri