fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Forvitnilegustu kynlífslýsingar ársins: „Það eru bara villingar sem stunda kynlíf. Illa upp alið fólk“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. mars 2019 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauða hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2018 í íslenskum bókmenntum, verður veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma 30. mars næstkomandi. Það verður í þrettánda sinn sem viðurkenningin verður veitt.

Fyrri hrafnsfjaðrarhafar eru Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur 2006, Elísabet Jökulsdóttir fyrir Heilræði lásasmiðsins 2007, Hermann Stefánsson fyrir Algleymi 2008, Steinar Bragi fyrir Himininn yfir Þingvöllum, 2009, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson, Megas, fyrir Dag kvennanna – ástarsögu 2010, Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðasafnið Kanil 2011, Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Undantekninguna 2012, Sjón fyrir Mánastein 2013, Soffía Bjarnadóttir fyrir Segulskekkju 2014, Bergsveinn Birgisson fyrir Geirmundar sögu heljarskinns 2015, Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir örsagnasafnið Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur 2016 og Þórarinn Leifsson fyrir skáldsöguna Kaldakol 2017.

Pétur Blöndal, forseti Lestrarfélagins Krumma, afhenti Þórarni Leifssyni Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2017

Eftirfarandi lýsingar eru tilnefndar að þessu sinni:

„Fötin af þeim voru um allt gólf og hún fór fram í stofu og fann skyrtuna sína á sófanum þar sem Gréta hafði sest klofvega ofan á hana og látið stór brjóstin detta út úr brjóstahaldaranum í andlit hennar þar sem hún sat í einhvers konar bjargarleysi alsælunnar og gaf sig á vald endalausri mýkt holdsins.“

Lilja Sigurðardóttir, Svik

„Á eftir liggja þau á hrjúfri ábreiðunni á rúminu, hann grannskoðar líkama hennar, mjúkan og sterkan, gælir við hana, rennir hendinni inn á milli læra hennar, stingur nefinu inn í svartan flókann í handarkrika hennar, andar að sér heitri lyktinni. Hún skelfur af unaði og tekur um höfuð hans, heldur því að brjósti sér og hann sýgur það, gælir við það með tungunni þar til hún kemur.“

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Hið heilaga orð

„Það er Vandræðalegt að vera karlkyns. Í standandi vandræðum með starfsmanninn stjórnlausa. Vandræðalegt að standa í ótíma. Verandi kannski að horfa á bárujárnsþak. Vandræðalegt að standa ekki í tíma, þegar sá tími kemur.“

Steinunn Sigurðardóttir, Að ljóði skaltu verða

„Ég get dregið mig í hlé en sú hugsun víkur fljótt fyrir annarri þegar fötunum fækkar og kossunum fjölgar. Hún losar sokkaböndin og fer um mig höndum. Andardrátturinn örvast og frygðin tekur á sprett svo skaut mitt verður eins og dúnmjúk mýri.“

Fríða Bonnie Andersen, Að eilífu ástin

„III

Sú var öll á iði

erótík á sviði.

Mjaðmalína mjúk

mittis alveg sjúk.

Leggja um lær

list hrein og tær.

 

Sleip sú og slikk

slungin og kvikk.

Djúsí og dökk

duleyg ó fökk.

 

Ók sér öll og skók

út yfir það tók.

Gljáði og gleið

glitrík á skeið.

 

Himnesku hold.

Heilög sú mold.“

Úr Af fjölmenningar fögrulistskala, Sigfús Bjartmarsson, Homo economicus I

„Það var komið að því að leggja líkamann að veði. Að verða kona. Ég dró upp pilsið og hann niður buxurnar.“

Auður Ava, Ungfrú Ísland

„Við skutluðum ljóðavini okkar heim og lögðum svo bílnum og ég saug á honum typpið. Það gekk vel en eftir á fékk ég smá móral. Fannst þetta skyndilega eitthvað svo smáborgaralegt. Að sjúga svona typpið á kapítalista í smábíl í Grafarvogi. En svo sá ég að smá brundur hafi klínst í pilsið mitt og það minnti mig á Með ský í buxum eftir Mayakovskí svo mér leið aðeins betur.“

Kamilla Einarsdóttir, Kópavogskrónika – til dóttur minnar með ást og steiktum

„Hann lagðist ofan á mig og ég tók um herðarnar á honum þegar hann þrýsti sér inn í mig. Samfarirnar tóku ekki langan tíma og voru sársaukalausar. Á eftir stóð hann upp og náði sér í sígarettu í pakkann á borðinu.“

Þórdís Gísladóttir, Horfið ekki í ljósið

„Kynlíf.

Typpi í píku. Til dæmis. Píka við píku.

Hendur, munnur, rassgat.

Alls konar kynlíf.

Þetta á ekki upp á dekk hjá mér.

Nei.

Það eru bara villingar sem stunda kynlíf.

Illa upp alið fólk.“

Eva Rún Snorradóttir, Fræ sem frjóvga myrkrið

„Hann bað hana ekki að bíða og fara hægt í sakirnar. Hverri stroku hennar svaraði hann. Það var næstum því eins og hann læsi hugsanir hennar og vissi hvar hún þráði snertingu, áður en hún vissi það sjálf. Húð hans var lýtalaus og mjúk undir fingrum hennar. Þegar hann fór inn í hana þandist hver einasta taug í líkama hennar út, þar til allt sprakk í neistaregni og rann síðan saman við myrkrið.“

Hildur Knútsdóttir, Ljónið

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir