fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Elskar þú skipulag og fallegan stíl? – Þá muntu elska skipulagsdrottningarnar hjá The Home Edit

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu skipulagsperri? Elskarðu að sjá alla hluti flokkaða og raðað eftir lit, stærð, notkun í öllum skápum og skúffum? Að hver og einn hlutur eigi sig stað í tilverunni og í skáp, skúffu eða annars staðar?

Ef svo er þá muntu gjörsamlega fara á yfirsnúning yfir Instagram-síðu The Home Edit, þar sem öllu er raðað á dásamlegan máta, enda eru einkunnarorðin „Allt dótið þitt og fagurfræðistimpillinn okkar.“

The Home Edit eru vinkonurnar Clea Shearer og Joanna Teplin, sem eru báðar frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, en þær eru núna búsettar í Nashville í Tennesse, þar sem þær reka fyrirtæki sitt. Þær eru einnig með skrifstofu í Los Angeles og bjóða einnig upp á að ferðast hvert sem er til að aðstoða viðskiptavini við að koma stíl og skipulagi á sitt rými.

Sameiginlegur vinur kynnti þær og segjast þær hafa orðið vinkonur við fyrstu skilaboð og viðskiptafélagar stuttu síðar. Markmiðið með stofnun The Home Edit var að endurskapa hefðbundið skipulag og sameina það hönnun og innanhússhönnun. Þó að hvert verkefni sé unnið með hagnýtu kerfi sem hægt er að viðhalda til lengri tíma litið, þá er jafnmikil áhersla lögð á að breyta rýminu sjónrænt og setja þeirra stílhreina fagurfræðilega stimpil á verkið, eins og segir á heimasíðu þeirra.

The Home Edit er með heimasíðu, og er einnig á samfélagsmiðlum: Facebook, Instagram og Pinterest og það er hrein unun að skoða myndirnar frá verkefnum þeirra.

Fjallað hefur verið um The Home Edit meðal annars hjá People, Martha Stewart og Apartment Therapy og á meðal viðskiptavina þeirra og aðdáenda eru fjölmargar stjörnur eins og Khloe Kardashian, Dwayne Wade og Reese Witherspoon.

Körfuboltakappinn Dwayne Wade fékk tiltekt, meðal annars skósafnið hans.

https://www.instagram.com/p/BthN1Sqhm_5/

Myndavélar og tilheyrandi hjá Khloe Kardashian

https://www.instagram.com/p/BtXW0KAhkE9/

Er til himnaríki fyrir skóaðdáendur?

https://www.instagram.com/p/BtHjoR0BI9w/

https://www.instagram.com/p/Bs13lGUBpit/

Búrið verður gullfallegt á að líta

https://www.instagram.com/p/Bs6_ZPchI_-/

Rýmið undir baðvaskinum er nýtt til fullnustu

https://www.instagram.com/p/BszM-idBpHi/

Skápurinn í leikherberginu, bókum raðað eftir litum og fallegar körfur notaðar fyrir dótið

https://www.instagram.com/p/Bst8XJKhpeW/

Önnur mynd af búri í eldhúsi

https://www.instagram.com/p/Bsrc-zAhg-z/

Allt samviskusamlega merkt í þvottahúsinu, líka eldhús- og klósettrúllurnar

https://www.instagram.com/p/BsjpaU-hWUv/

Snyrtivörurnar í baðherbergisskápnum

https://www.instagram.com/p/BseWL0wBZGH/

Þær skipuleggja ekki bara skúffur og skápa. Hér er barnaherbergið sem þær skipulögðu fyrir leikkonuna Mindy Kaling

https://www.instagram.com/p/Br_4y-3hZZn/

Skrautinu er litaraðað á jólatréð

https://www.instagram.com/p/BqlTs8MhTgR/

Skipulag í teskúffunni

https://www.instagram.com/p/BqIWCzMBcuy/

Og í dótahillunni

https://www.instagram.com/p/BpdK5b_llm3/

Vinkonurnar hafa líka gefið út bók og eigin sjónvarpsþætti, Master The Mess. Hér má sjá stiklu þáttanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“