fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Leikdómur: Ég dey – „Röð af sögum eins og perlur á streng“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands,  skrifar í Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, leikdóm um leiksýningu Borgarleikhússins, Ég dey, sem frumsýnt var 10. janúar.

Þið munuð öll, þið munuð öll, þið munuð öll ….. deyja, söng Bubbi og tók ekki sjálfan sig með í þann hóp en það gerir Charlotte Bøving í einleiknum Ég dey sem sýndur er í Borgarleikhúsinu. Þetta er þriðji einleikurinn hennar, áður hefur hún skrifað og leikið „Hina smyrjandi jómfrú“ 2002 og  „Þetta er lífið – og nu er kaffen klar“ 2010.

Á nýja sviðinu er sviðið svart eins og hæfir hinum sorglega titli verksins. Stigi er fyrir miðju sviðinu og hljóðnemar beggja megin, notaðir á víxl. Stiginn lítur svolítið út eins og margar kistur hver upp af annarri en neðst er ein alvöru líkkista. Leikmynd og glæsilega búninga Charlotte gerir Þórunn María Jónsdóttir, Garðar Borgþórsson sér um lýsingu og Gísli Galdur um tónlistina, allt er þetta stílhreint og fallegt.

Leikmyndina virða menn fyrir sér nokkra hríð en þá lyftist kistulokið og upp stendur Charlotte og byrjar að spjalla við áhorfendur. Hún talar um togstreitu menningar og tungumála og hve sterk ítök Danmörk eigi alltaf í henni þó hún sé búin að búa lengi á Íslandi og hafi skotið hér rótum. Hún talar prýðilega íslensku en gerir svolítið grín að henni og tungubrjótum hennar. Charlotte hefur sterkan sviðsþokka, er falleg, fyndin og lífleg og tekur sjálfa sig mátulega hátíðlega – allt þetta einkennir líka sýningar hennar sem leikstjóra.

Einleikurinn Ég dey er röð af sögum eins og perlur á streng. Charlotte segir frá og leikur hversdagslegar senur, segir frá kettinum sem hún setti í megrun, talar um innkaup og matargerð með makalausri „hljóðmynd“ og dansar á móti frábærri beinagrindateiknimynd Steinars Júlíussonar. Það atriði hefði vel sómt sér í hinni sérkennilegu og karnivalísku dauðamenningu Mexíkóa. Ég held ég sé búin að endursegja öllum sem ég þekki útgáfu hennar á íslensku vögguvísunni sem var morðfyndin.

Ég skemmti mér mjög vel og fólk hló mikið fyrir hlé. Sýningin er hugmyndarík og ber þar líka merki aðstoðarleikstjórans Benedikts Erlingssonar. Mér fannst hún full löng eða næstum tveir tímar.  Þannig sýning er bæði uppistand og leikþáttur og þó slegið sé á alvarlegri strengi er því ekki fylgt alla leið. Höfundur gengur aldrei verulega nærri sjálfum sér. Það hefði skapað meiri andstæður og dýpt í sýninguna.

Greinin birtist fyrst í Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro