fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Fókus

Ritdómur um Vistarverur: Hamfaraklám og mín eigin hræsni

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 20:00

Haukur Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir stuttu voru mótmæli og tilheyrandi óeirðir í París þar sem fólk í gulum vestum flykktist út á götu og mótmælti hækkun verðs dísilolíu. Í mótmælagöngunni og í nágrenni brutu óeirðaseggir rúður verslana á Champs-Élysées, eldar voru kveiktir á götum úti (með hjálp elsneytis?) og fólk framdi fjölda ofbeldisfyllri verknaða en að berja í potta og pönnur. Þegar ég las þetta á fréttasíðu í snjallsímanum hugsaði ég með mér, þar sem ég beið eftir vini mínum, í einkabíl mínum sem ég hafði í lausagangi, af því mér var kalt: „hversu aftengdur núverandi ástandi þarf maður að vera til þess að mótmæla hækkun á eldsneytisverði? Ef eitthvað á að vera dýrt þá á það að drepa jörðina að kosta morðfjár“.

Vistarverur er áhugaverð ljóðabók eftir skáldið og doktorsnema í íslenskum bókmenntum, Hauk Ingvarsson. Hún er eins og myrkur óður til samtímans og þeirrar aftengingar sem hefur orðið á milli samfélagsins, mannkyns og ástandsins í umhverfismálum. Við vitum að plastpokinn sem við kaupum á 20 krónur í matvörubúðinni er ógn við umhverfið. Að sama skapi er það vitað að við munum aldrei geta viðhaldið allri þeirri framleiðslu á kjöti sem tíðkast í dag og að á einhverjum tímapunkti verðum við að fara að borða skordýr til þess að geta brauðfætt (eða maurfætt) alla jarðarbúa. Við vitum líka að bílarnir sem við keyrum brenna eldsneyti sem hefur síður góð áhrif á lofthjúpinn. Sama gildir um allar utanlandsferðirnar okkar. Allt það magn gróðurhúsalofttegunda sem slapp við gosið í Eyjafjallajökli 2010, var langtum minna en það sem hefði sloppið við öll þau áætlunarflug sem var frestað eða aflýst vegna gossins. Svo höfum við fulla vitneskju um áhrif stóriðjunnar á umhverfið, lofthjúpinn, hækkun meðalhita jarðar, hækkun sjávarmáls og þau ótvíræðu áhrif sem það hefur í för með sér á Golfstrauminn og fleira.

 

Þetta er allt einn vítahringur sem þarf að stöðva, en til þess að gera það þarf að taka í taumana. Pólitíkusarnir gera það ólíklega enda leiðir það síður til vinsælda að banna fólki að flytja matvörurnar sínar heim í hentugum plastpokum á einkabíl og fara til Tene í febrúar. Að sama skapi aflar það ekki mikilla peningastyrkja frá stórum fyrirtækjum að banna þeim að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Hver á þá að stöðva þetta kapítalíska hjól dauða og eyðileggingar? Einstaklingurinn?

 

Í Vistarverum fjallar ljóðskáldið á áhugaverðan hátt um magnleysi einstaklingsins til þess að gera nokkuð í málunum og hvernig maður aftengir sig raunveruleikanum til þess að geta haldið áfram daglegu basli með plastpoka dauðans í farþegasætinu fullan af innfluttri matvöru í plastumbúðum, svínapylsu í kjaftinum að rífast við samstarfsfélaga í símanum um uppgang íslam í Evrópu.

 

Við erum öll haldin kvíðaröskun á háu stigi. Vandamálunum er sópað undir teppi næsta morguns og enginn gerir neitt í málunum. Ljóðskáld skrifa magnlausar ljóðabækur sem ná eyrum þeirra sem eru sammála ljóðskáldinu, aðrir deila Youtube-myndböndum í von um að einhver annar verði fyrir uppljómun og geri eitthvað. Einhverjir predika fyrir kórnum undir formerkjum bókagagnrýni og hafa 0,4% áhrif. Enn aðrir skipuleggja mótmæli sem fáir mæta á af því það er rigning í desember. En í Frakklandi er hægt að skipuleggja risastór mótmæli vegna þess að það á að hækka verðið á þeirri iðju að drepa heiminn. Ef þessi ljóðabók hefði verið píslarvottur eða bílsprengja þá hefði hún fengið fimm stjörnur.

 

Höfundur: Haukur Ingvarsson

Útgefandi: Mál og menning

85 bls.

***1/2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fyrir 1 viku

Dóttir mín er alltaf í iPadnum

Dóttir mín er alltaf í iPadnum
Fókus
Fyrir 1 viku

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn