fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Fastir pennar

Íslenskt matvælaöryggi og lífsnauðsynlegar smitvarnir

Eyjan
Föstudaginn 5. mars 2021 13:30

ESVAC report. Sales of veterinary antimicrobial agents in 31 European countries 2018

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Ari Arason læknir skrifar:

Nýtt frumvarp um matvælalög liggur nú fyrir alþingi og sem snýr að upplýsingum og smitvörnum almennings gegn hugsanlegum sýklalyfjaónæmum flórubakteríum sem smitast getur með erlendu kjöti og jafnvel öðrum landbúnaðarvörum. Að gerð sé a.m.k. krafa um merkingar á upprunalandi og sýklalyfjanotkun þess lands í landbúnaði. Helst ætti að bæta við í frumvarpið að mínu mati, aðskilnað erlendar kjötvöru (og jafnvel grænmetis einning) frá íslenskum landbúnaðarvörum í verslunum landsins.

Allt skref í rétta átt til verndar helstu lýðheilsumarkmiðum landsins og sem er að halda sýklaflórunni okkar sem mest næmri fyrir sýklalyfjum ef á þarf að halda. Um áramótin 2020 var engu að síður heimilaður nánast frjáls innflutningur á ófrosnu kjöti frá Evrópulöndunum og sem auðveldlega getur borið með sér sýklalyfjaónæmar flórubakteríur, t.d. colibakteríur og klasakokka (ESBL og MRSA) og sem eru orðnar algengar og jafnvel í meirihluta flóru sláturdýra víða erlendis. Mest þar sem sýklalyfjanotkun er mikil í landbúnaði. Ófrosið kjöt stóreykur síðan líkur á smiti þessarar sameiginlegu flóru dýra og manna, miðað við frosið. Flórusmit þá við okkar eigin flóru úr kjötkaupborði kaupmannsins og þar sem eftirlit í dag er nær eingöngu bundið við matareitrunarbakteríur (f.o.f. salmonellu og caphylobacter og sýklalyfjaónæmis meðal þeirra). Í frumvarpinu segir:

“Fyrirtæki sem hafa með höndum smásölu matvæla skulu tryggja með merkingum í sölurýmum að neytendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um upprunaland matvælanna og meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla í viðkomandi landi. Matvælastofnun skal árlega gefa út leiðbeiningar um miðlun upplýsinga um upprunaland og sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla.” https://www.althingi.is/altext/151/s/0141.html

-Ekkert ætti að vera einfaldara og sjálfsagaðra en að samþykkja þetta frumvarp og sem er skref í áttina að lágmarka sjálfskipuðu áhættu sem ríkisstjórnin og heilbrigðisráðherra ákváðu fyrir rúmu ári síðan með leyfi á frjálsum innflutningi á ófrosnu kjöti. Ísland og Noregur eru í algjörri sérstöðu með mjög litla notkun sýklalyfja í landbúnaði og sýklalyfjaónæmi meðal þess sem lægst gerist, sérstaklega á Íslandi. Munurinn er allt að marghundraðfaldur miðað við sum önnur Evrópulönd eins og sjá má í síðust útgefinni skýrslu ESB.

Markmið WHO – Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar- er nær hvergi betur uppfyllt í þessum efnum en einmitt hér á landi er varðar sýklalyfjanotkun í landbúnaði, en landbúnaður í heiminum öllum notar yfir helming framleiðslu allra sýklalyfja!  Það ætti þannig alveg að vera óþarfi að flytja vandamálið beint og tilbúið til Íslands og sem hefur hingað til verið að mestu laust við óheft sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda mannsins. Á hendur okkar og barnanna, eftir viðkomu í kjötborðinu og loks í landsflóru manna og jafnvel loks í íslenskan landbúnað eins og flórubaktería er eðlið.

ESBL – sýklalyfja/penicillin ónæmir enterokokkar eins og E.coli eru sum staðar við miðjarðarhafið sérstaklega í meirihluta allra þvagfærasýkinga mannfólks. Að meðaltali eru slíkar sýkingar orðnar um 14% á heimsvísu meðal ungra barna og nýbura samkv. rannsókn 2016. Á Íslandi eru þessar sýkingar sjaldgæfar < 1-2%.
Hvaðan halda menn að þessi þróun sé komin?
Jú, frá landbúnaði fyrst og fremst með flórusmiti í mannfólkið.

Látum þetta fyrirséða sameiginlega flórusmit dýra og manna nú ekki koma gjörsamlega í bakið á okkur með galopin landamæri. Allir ættu að hafa fræðst eitthvað um eðli smits sl. ár og þótt ekki sé alltaf um Covidsmit að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jessie Lingard opnar sig
Fastir pennar
19.03.2021

Stóra leyndarmál lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Stóra leyndarmál lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Fastir pennar
17.03.2021

Það er hjálp að fá!

Það er hjálp að fá!
EyjanFastir pennar
07.03.2021

Flokkaflakk fyrr og nú

Flokkaflakk fyrr og nú
Fastir pennarFókus
01.03.2021

Sjálfsvíg, eiturlyf, barnaklám og drukknun – Hvílir bölvun á Glee ?

Sjálfsvíg, eiturlyf, barnaklám og drukknun – Hvílir bölvun á Glee ?
Fastir pennarFókus
11.02.2021

Svala Björgvins: Tónlistin björgunarbátur í öldusjó

Svala Björgvins: Tónlistin björgunarbátur í öldusjó
EyjanFastir pennar
07.02.2021

Að banna óhugnanlegar skoðanir

Að banna óhugnanlegar skoðanir
EyjanFastir pennar
24.01.2021

Árás á Alþingi

Árás á Alþingi
Fastir pennarFókus
20.01.2021

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy