fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
EyjanFastir pennar

Rannveig skrifar: Hvað eiga eldri borgarar og ungt fólk sameiginlegt?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. september 2021 12:34

Rannveig Ernudóttir. Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pírata!

Nei ég ekki að grínast! 

Fyrr á þessu ári fór stefnumótunarvinna í gang hjá Pírötum, og var mikill metnaður lagður í hana. Við kölluðum til sérfræðinga, bæði okkar eigin innan flokksins, en einnig utan frá. Við fengum álit og yfirlit, ráðgjöf og hvatningu. Unnin var heildstæð stefna og hún svo lögð fyrir félagsfólkið okkar í kosningu. Við erum heilt yfir afar ánægð með stefnuna okkar og áherslur fyrir kosningarnar á laugardaginn. 

En það er nokkuð sem stendur upp úr. Nokkuð sem ég persónulega hef haft mikinn áhuga á, og sem ég er alltaf að troða inn alls staðar, í samtölum, stefnumótun, gríni, vinnu, já bara alls staðar. Það er kynslóðablöndunin. 

Gaman saman

Kynslóðablöndun er nefnilega svo yndisleg. Hún er í fyrsta lagi afar jákvætt samfélagslegt hugtak og markmið. Börn sem t.d. alast upp með ömmu og afa dafna sérlega vel, og amma og afi upplifa vellíðan af því að vera þátttakendur í lífi barnabarna sinna. Þetta er svona allir vinna samspil, og við eigum að gera svo miklu meira af því.

Kynslóðablöndun virkar á marga árganga, fram og tilbaka, og getur uppfyllt alls konar hlutverk og tilgang. Eins verkefni sem ég sjálf hef verið hluti af, ásamt kollega mínum og syni mínum, sem er tæknilæsi fyrir fullorðna. Þar var kynslóðablöndun lykilatriði. Ungt fólk sem kann á snjalltækin mætti í félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna og kenndi þeim á tækin og tæknina. En það var ekki bara unga fólkið sem var að kenna, því alls konar dásamleg samtöl urðu á milli þessara kynslóða á meðan á námskeiðunum stóðu. Gott dæmi er þegar sonur minn var að sýna hvernig rafræn skilríki virka og skráði sig inn á Íslendingabók. Þar gátu allir séð hver langafi hans var og áður en við vissum af voru alls konar samræður komnar í gang þar sem eldri kynslóðin kenndi og fræddi hina yngri, töluðu um landafræði, ættfræði og sögu. 

Kynslóðablöndun kennir okkur að virða skoðanir hvers annars, þótt við séum ekki endilega sammála þeim. Hjálpar okkur að vera víðsýnari á heiminn og breytingarnar í honum, eða hvernig hann var einu sinni. Kynslóðablöndun hvetur okkur til að hjálpa hvert öðru og vera til staðar fyrir hvert annað. Já kynslóðablöndun er mitt uppáhald. Enda fagnaði ég afar mikið þegar Landssamband eldri borgara (LEB) óskaði eftir samtali við ungmennafélögin á fundi fólksins helgina 3.-4. september síðastliðinn, því það er mikilvægt að virkja ungt fólk um málefni aldraðra, því vonandi verða þau sjálf einn daginn komin á þann stað, í kjölfarið á (vonandi) farsælli öldrun. Það þarf að byrja strax að huga að efri árum, lífeyrismálum og því hvernig við viljum haga lífi okkar eftir að starfslok hefjast, nú eða hvernig starfslokin verða. 

Píratar á toppnum 

Undanfarið hafa ýmis konar hagsmunasamtök tekið stefnur framboðanna og gert á þeim úttektir og svo birt þær niðurstöður. Misjafn er árangur flestra framboða í þessum úttektum, en þær nýtast kjósendum afar vel við að ákveða hvað skal kjósa.  

Píratar komu best út hjá tveimur hagsmunasamtökum sem ekki margir hefðu átt von á að yrði. Þetta eru hagsmunasamtök sem huga að sitt hvorum aldurshópunum, annars vegar Sólin, loftslagskvarði ungra umhverfisverndarsinna, og hins vegar Landssamband eldri borgara (LEB).

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Píratar komu best út í einkunnagjöf Sólarinnar, en að við skyldum koma best út hjá LEB, það kom okkur svolítið á óvart, auðvitað ánægjulega. Ekki það að við lögðum einmitt mikinn metnað í að hlusta á hagsmunasamtök aldraðra, og sjálf hef ég undanfarin ár lagt mikla áherslu á að við séum alveg jafn mikill flokkur eldra fólks eins og yngra, því þegar upp er staðið viljum við gott samfélag. Gott samfélag er aldursvænt og skipulagt út frá algildri hönnun. Þar líður öllum vel, ungum sem öldnum og þar er aðgengi að samfélaginu gott fyrir okkur öll. Það hefur verið frekar viðloðandi að Píratar séu bara flokkur unga fólksins. En svo er ekki, Píratar brjóta niður aldurslandamæri og vilja vinna fyrir allar kynslóðir.

Hvað sameinar þessar kynslóðir? 

Það sem mér þykir einna áhugaverðast við þessa tilteknu niðurstöður er svo líka það að þessir tveir samfélagshópar, aldraðir og unga fólkið, eru lang besta blandan til að takast á við loftslagsmálin. Sjáið Pál Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóra, og David Attenborough, sem báðir berjast fyrir loftslagsmálum og gera það í samtali við ungt fólk. Páll mætti á loftslagsmótmæli með börnunum og David Attenborough hefur verið í samstarfi með Gretu Thunberg. Báðir benda á að unga fólkið sé vonin sem við höfum.

Aldraðir, hafa hins vegar líka mikilvægan tilgang í þessari baráttu og eru rödd reynslunnar. Aldraðir kunna nefninlega að vera nýtin, þau kunna að fara vel með gæði náttúrunnar. Þau ólust upp við allt aðra heimsmynd þar sem ekki var gengið á auðlindir okkar. Hlutir sem voru orðnir lélegir voru lagaðir, stoppað í sokkana, ólin á töskunni löguð, gerðu við sjónvarpið sitt o.s.frv. Þau að vísu ólu upp verstu umhverfissóðana, en ég vil meina að það sé uppreisn þeirra kynslóða gegn foreldrum sínum, þau vildu þægilegra og einfaldara líf, sem er vel skiljanlegt líka. Aldraðir búa s.s. óneitanlega yfir þekkingu og reynslu sem nýtist í baráttunni fyrir umhverfinu.

Á sama tíma er unga fólkið framtíðin. Þau eru krafturinn sem þarf í baráttuna og þau munu taka við jörðinni. Þau búa yfir nýrri þekkingu sem nýtist í baráttunni og hafa aðra reynslu af lífinu. Þau eru hafsjór af úrlausnum og búa yfir ástríðu fyrir framtíðinni og til þess þurfum við unga fólkið, svo að á þessari jörð sé einhver framtíð.  

Þessi hagsmunasamtök, Sólin og LEB, eru gæðastimplar okkar Pírata og við ætlum að standa undir þeim. 

Rannveig Ernudóttir,  fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Framtíð menntunar

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
24.04.2022

Björn Jón skrifar – Harðstjórnarríki rauða aðalsins

Björn Jón skrifar – Harðstjórnarríki rauða aðalsins
Aðsendar greinarFastir pennar
20.04.2022
Alls ekki tala um Bjarna
EyjanFastir pennar
15.04.2022

Að vera vitsmunalega niðurlægður af barni

Að vera vitsmunalega niðurlægður af barni
Aðsendar greinarFastir pennar
13.04.2022

Öfgar skrifa: Leiðbeiningar að þolendavænni orðræðu fjórða valdsins

Öfgar skrifa: Leiðbeiningar að þolendavænni orðræðu fjórða valdsins
EyjanFastir pennar
27.03.2022

Björn Jón skrifar: Ríkið í ríkinu

Björn Jón skrifar: Ríkið í ríkinu
EyjanFastir pennar
22.03.2022

Heimir skrifar: Einfalt (og flókið) verkefni Hildar í Reykjavík

Heimir skrifar: Einfalt (og flókið) verkefni Hildar í Reykjavík
EyjanFastir pennar
26.02.2022

Pútín og Úkraína – Aumingjaskapur Vesturlanda – Hvaða land er næst?

Pútín og Úkraína – Aumingjaskapur Vesturlanda – Hvaða land er næst?
EyjanFastir pennar
19.02.2022

Heimir skrifar: Olnbogabarn íslenskra stjórnmála

Heimir skrifar: Olnbogabarn íslenskra stjórnmála
EyjanFastir pennar
26.01.2022

Heimir skrifar: Nei Willum, nei Katrín, nei Bjarni – Þið fáið engin prik fyrir sjálfsagðar afléttingar

Heimir skrifar: Nei Willum, nei Katrín, nei Bjarni – Þið fáið engin prik fyrir sjálfsagðar afléttingar
EyjanFastir pennar
24.01.2022

Heimir skrifar: Allir vinna, nema þeir sem tapa – Raunasaga skattpínds fasteignaeiganda

Heimir skrifar: Allir vinna, nema þeir sem tapa – Raunasaga skattpínds fasteignaeiganda