fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fastir pennarFókus

Líkamsímynd og veikindi – áhrifamikil reynslusaga konu sem greindist með krabbamein

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. desember 2020 17:34

Elva Björk og Sólrún Ósk, umsjónarkonur Bodkastsins. MYND/VALLI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta Bodkast þættinum, sem er hlaðvarp um líkamsvirðingu og tengd málefni, ræða þær Sólrún Ósk Lárusdóttir og Elva Björk Ágústsdóttir við Hlín Rafnsdóttur. Tengill á þáttinn er hér neðar í greininni.

Texti: Elva Björk og Sólrún Ósk

Hlín hefur gengið í gegnum erfið veikindi og hefur starfað fyrir Kraft, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein. Í þættinum segir Hlín frá reynslu sinni og áhrif veikindanna á líkamsmyndina. Einnig er farið almennt í þau neikvæð áhrif sem veikindi geta haft á líkamsmynd en einnig þær jákvæðu tilfinningar sem sumir öðlast gagnvart líkama sínum í kjölfar langvarandi veikinda. Að lokum fjalla nefna þær ýmis líkamsvirðingarráð sem gætu nýst þeim sem eru að upplifa neikvæðar tilfinningar gagnvart eigin líkama.  

Heilsa óháð holdarfari

Að lifa í samfélagi þar sem mikil áhersla er lögð á útlit getur haft áhrif á sjálfsmynd og líkamsmynd fólks. Rannsóknir á líkamsímynd hafa lengi vel sýnt fram á það að slæm líkamsímynd og óánægja með líkamsvöxt er nokkuð mikil en algengari meðal kvenna en karla. Umræðan um mikilvægi jákvæðrar líkamsmyndar og að leggja áherslu á heilsu óháð holdafari hefur aukist á undanförnum árum en lítið hefur verið rætt um áhrif langvarandi veikinda eða sjúkdóma á líkamsmynd og sjálfsmynd þeirra sem þurfa að takast á við erfið veikindi.  

Heilsubrestir og veikindi geta haft áhrif á sjálfsmynd og líkamsmynd fólks. Sumir upplifa neikvæðar tilfinningar um eigið virði þar sem hlutir sem áður þóttu sjálfsagðir verða erfiðari. Margir kannast við það að geta ekki gert það sama og áður, líða öðruvísi og líta öðruvísi út. Veikindum geta til dæmis fylgt breytingar á hugsun, hegðun, svefn, einbeitingu og minni sem getur haft áhrif á daglegt líf og samskipti við annað fólk.  

Breyttur líkami í kjölfar veikinda

Ástæður fyrir verri líkamsmynd í kjölfar veikinda eru margvíslegar en ein getur verið að líkami einstaklingsins hefur breyst og lítur mögulega öðruvísi út en líkami annarra. Einnig þurfa margir að ná sátt við minna þol og kraft, sem getur tekið tíma að venjast. Það getur því fylgt því ákveðin sorg þegar verið er að venjast breyttum líkama í kjölfar veikinda.

Þrátt fyrir að umræðan um mikilvægi góðrar líkamsmyndar meðal fólks sem gengur í gegnum langvarandi veikindi hafi ekki verið áberandi er þetta mjög veigamikill þáttur í heilsu og bata. Góð líkamsmynd er verndandi þáttur þar sem neikvæð líkamsmynd getur haft áhrif á heilsuvenjur og sjálfsrækt. Slæm líkamsmynd getur ýtt undir það að einstaklingur sinnir síður eigin heilsu, hreyfir sig minna eða á óheilbrigðan máta og matarvenjur verða óheilbrigðari. Fyrir suma með langvarandi veikindi geta heilbrigðar lífsvenjur verið gríðarlega mikilvægur þáttur í leið að bættri heilsu. Jafnvel enn mikilvægari partur af daglegu heilbrigðu lífi en hjá einstaklingum sem eru ekki að glíma við langvarandi veikindi.

 

 

Sjá einnig:

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“