Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ætla að færa viðburði úr tónlistarhúsinu Hörpu yfir á aðra ódýrari tónleikastaði, að því er skipuleggjendur hátíðarinnar hafa látið hafa eftir sér.
Með því fara þeir að fordæmi margra annarra aðstandenda viðburða, sem geta ekki lengur staðið undir þeirri himinháu húsaleigu sem Harpa innheimtir.
Það er umhugsunarvert að byggt hafi verið svo dýrt hús að það þurfi í reynd að verðleggja sig út af markaði fyrir smærri viðburði.