fbpx
Laugardagur 27.desember 2025

Orðið á götunni: Ráðherrastóll er 25 prósent vinna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að nú sé lag að stórfækka ráðherraembættum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð tók í vikunni við embætti dómsmálaráðherra, sem áður hét dóms- og kirkjumálaráðherra. Fyrir gegnir hún stöðu iðnaðar-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra.

Auðsýnt er að ráðherraembætti er ekki full vinna. Ætla má að hver ráðherrastóll sé um það bil 25 prósent vinna. Hægt sé að klára öll mánaðarverkefnin á einni viku og skella sér síðan í golf eða til Tene og hafa það gott fram að útborgunardegi. Þó að verkefnin séu fá þá er vitaskuld greitt upp í topp fyrir vinnuna.

Glöggt má sjá að Þórdís Kolbrún er duglegri og metnaðarfyllri en flestir kollegar hennar, því hún reynir að fylla upp í mánuðinn. Sumir þeirra vinna hálfa vinnu eins og Lilja Dögg sem er mennta- og menningarmálaráðherra. Sigurður Ingi er samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra sá að sér og bætti barnamálaráðherrastólnum við. Meðal letingja má nefna Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hljóta að vera í Candy Crush þrjár vikur í mánuði.

Miðað við vinnugetu heilbrigðs starfsmanns ætti að vera hægt að fækka ráðherrum niður í þrjá og hlaða á þá eins og gert er við Þórdísi nú. Fram til ársins 1938 voru aðeins þrír ráðherrar á Íslandi, forsætis, fjármála og atvinnumála. Það gekk fínt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis