fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ríkiskaup verði lögð niður og verkefnin fari til Fjársýslu ríkisins – Mikil óánægja meðal starfsmanna

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 15. mars 2024 10:00

Sara Lind Guðbergsdóttir, settur forstjóri Ríkiskaupa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötíu og fimm ára sögu Ríkiskaupa mun brátt ljúka ef nýtt frumvarp frá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra. um breytingar á lögum um opinber innkaup verður að veruleika. Þar er lagt til að stofnunin verði lögð niður og verkefni hennar færð undir Fjársýsluna.

Frumvarpið er aðgengilegt í Samráðsgátt en í greinargerð með því kemur fram að markmið breytinginna sé „að tryggja að regluverk opinberra innkaupa styðji við stefnu hins opinbera í málaflokknum ásamt því að tryggja að ekki myndist ósamræmi milli EES-réttar og innlendra reglna við túlkun þeirra“.

Þá eygi hið opinbera tækifæri til þess að „auka sveigjanleika“ stofnanafyrirkomulagsins sem fyrirhugað er og auka skilvirkni. Þá sé niðurstaða greiningar „að talsverð samlegðaráhrif séu í bættri stýringu og framsetningu greininga og gagna til að tryggja hagmkvæmari rekstur stofnana með nýjum aðferðum og nýrri tækni,“ eins og segir í greinargerðinni.

Hlutverk Ríkiskaupa er að bjóða út innkaup fyrir ríkisaðila, halda úti rammasamningum og sjá um eignasölu fyrir ríkið, svo eitthvað sé nefnt. Hjá stofnuninni starfa 24 starfsmenn en í greinargerðinni kemur fram sú skoðun að einingin sé svo lítil að hana skorti slagkraft í stærri verkefni og áskoranir. Því sé lagt til að leggja stofnunina niður og færa verkefni hennar undir Fjársýsluna.

Stormasöm ár í forstjórastóli

Talsverð ólga hefur ríkt um starfsemi Ríkiskaupa undanfarin misseri. Sara Lind Guðbergsdóttur var skipuð tímabundið í forstjórastól stofnunarinnar í apríl 2023 þegar þáverandi forstjóri, Björgvin Víkingsson, hvarf til annarra starfa. Þá hafði hún starfað í nokkur ár sem aðstoðarmaður Björgvins sem þróaðist út í embætti staðgengils forstjóra. Samkvæmt lögum ber að auglýsa slíkar stöður en samningurinn við Söru Lind var sífellt framlengdur til skamms tíma og var samsæriskenningin sú að með þeim hætti öðlaðist hún mikilvæga reynslu í embættinu sem myndi vinna með henni þegar starfið yrði auglýst formlega.

Svör fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa þó verið þau að yfir standi skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu og til skoðunar væri að sameina stofnuna öðrum einingum. Sú áætlun er nú komin fram.

Í forstjórastólnum tímabundna hefur gustað af Söru Lind sem réðst í umfangsmiklar hagræðingaaðgerðir og var nokkrum starfsmönnum með mikla reynslu sagt upp störfum. Sitt sýndist hverjum um þær aðgerðir og var Sara Lind meðal annars sökuð um ógnarstjórnun sem „lamaði starfsemina“ sem og að kasta mikilvægri þekkingu á glæ.

Engin hagræðing í spilunum

Þó legið hafi fyrir um skeið að breytingar væru yfirvofandi þá herma heimildir DV að gríðarleg óánægja sé innan Ríkiskaupa með áherslurnar í frumvarpinu. Þar hafi væntingarnar verið á þá leið að báðar stofnanirnar yrðu lagaðar niður og ný stofnun myndi líta dagsins ljós og tækifærið nýtt til að hagræða verulega varðandi starfsmannafjölda.

Það er þó ekki í spilunum hjá ráðherra. Ríkiskaup verða lögð niður og hverfa inn í Fjársýsluna sem mun blása út. Að öllum líkindum fá allir starfsmenn stofnunarinnar boð um ný störf hjá Fjársýslunni. Herma heimildir DV að óánægjan sé slík að nokkur hluti starfsmanna hafi þegar ákveðið að hætta störfum hjá stofnunni og hyggist ekki flytja sig yfir í Fjársýsluna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar