fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Eyjan

Albanía gæti orðið endastöð förufólks sem fer yfir Ermarsund

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 20:00

Ermarsund. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisstjórnin á nú í leynilegum viðræðum við ríkisstjórnina í Albaníu um að förufólk, sem kemst yfir Ermarsund til Bretlands, verði sent til Albaníu. The Times skýrir frá þessu og segir að hugmyndin gangi út á að förufólkið verði sent til Albaníu í síðasta lagi sjö dögum eftir að það kemst til Bretlands. Hugmyndin á bak við þetta er að fæla förufólk frá að takast á hendur lífshættulega ferð yfir Ermarsund.

Í Albaníu verður förufólkinu komið fyrir í flóttamannamiðstöðvum, sem Bretar greiða rekstrarkostnaðinn á, á meðan umsóknir þess eru til meðferðar hjá þar til bærum yfirvöldum í Bretlandi.  Kostnaðurinn við þetta er talinn verða um 100.000 pund (sem svarar til um 17,5 milljóna íslenskra króna) fyrir hvern einstakling. Það er tvöfalt hærri kostnaður en hlýst af því að vista einn fanga í bresku fangelsi í eitt ár. En markmiðið er ekki að senda förufólk í þúsundatali til Albaníu, heldur að hræða það frá því að takast hættulega ferð yfir Ermarsund á hendur í litlum bátum.

The Times segir að viðræður við önnur ríki hafi ekki skilað árangri en breskir ráðherrar telji að hægt verði að landa samning við Albaníu. Olta Xhacka, utanríkisráðherra Albaníu, hefur sagt fréttir um þessar viðræður vera „falsfréttir“.

En bresk yfirvöld eru komin í þrot hvað varðar möguleika á að glíma við straum förufólks yfir Ermarsund. Stöðugur straumur lítilla gúmmíbáta, sem eru kjaftfullir af fólki, yfir sundið veldur vandræðum og fjöldi fólks stefnir lífi sínu í hættu með því að takast slíkar ferðir á hendur. Breska landamæralögreglan og frönsk yfirvöld hafa vísað áætlunum um að förufólkinu verði snúið við á leið sinni yfir sundið og sent aftur til Frakklands á bug. Í Frakklandi hefur yfirvöldum ekki tekist að stöðva sífellt fleiri tilraunir förufólks til að komast yfir sundið.

Hugmyndina að þessum fyrirætlunum er sótt til Ástralíu en yfirvöld þar stöðvuðu straum bátaflóttafólks til landsins árið 2013 með því að flytja fólkið til Papúa Nýju-Gíneu. Í dag eru flóttamannamiðstöðvar Ástrala á Kyrrahafseyjunni Naúrú. Þegar Ástralir byrjuðu að flytja flóttafólk til Papúa Nýju-Gíneu komu um 20.000 á ári til landsins. Ári síðar var fjöldinn kominn niður í 160 og árið þar á eftir niður í núll.

The Times hefur eftir Alexander Downer, fyrrum utanríkisráðherra Ástralíu, að það sé mikilvægt að ráðast á viðskiptamódel þeirra sem stunda smygl á fólki: „Ef smyglararnir geta ekki staðið við sinn hluta af samningnum og komið fólki á þann stað sem það greiðir fyrir að komast til þá mun förufólkið hætta að nota þá.“

En þessi aðferð Ástrala er ekki sársaukalaus eða ókeypis. Að minnsta kosti 10 flóttamenn hafa tekið eigið líf á meðan þeir biðu í flóttamannamiðstöðvunum og sumir hafa verið í þeim í allt að sjö ár. Tveir hafa verið myrtir. Hvað varðar fjárhagslegu hliðina þá telur Unicef að kostnaðurinn við þetta fyrirkomulag á árunum 2013 til 2016 hafi verið sem nemur um 1.000 milljörðum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“
Eyjan
Í gær

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar