fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Eyjan

VG býður fram í eigin nafni í borginni – Svandís fer ekki aftur í borgarmálin

Eyjan
Laugardaginn 27. september 2025 20:47

Svandís Svavarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir formaður Vinsti grænna greinir frá því í nýjasta þætti hlaðvarpsins Á öðrum bjór, sem er í umsjón Natan Kolbeinssonar og Erlings Sigvaldasonar að flokkurinn muni bjóða fram undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum í vor, en annars staðar á landinu geti farið svo að flokkurinn fari í samstarf við aðra flokka og bjóði fram undir nýjum merkjum í kosningum til sveitarstjórna. Hún aftekur með öllu að bjóða sig fram til borgarstjórnar í vor.

Nokkuð hefur verið rætt um þann möguleika að Vinstri grænir fari í sameiginlegt framboð með líkt þenkjandi flokkum, einna helst Sósíalistum og Pírötum, bæði í Reykjavík og víðar og framboðið myndi þá ekki bera nafn flokksins. Svandís segir að þetta verði mjög líklega raunin í einhverjum sveitarfélögum:

„Ég er alveg viss um að það að við eigum von á einhverjum sameiginlegum framboðum einhvers staðar á landinu. Það er mikil hreyfing í gangi. Þegar við erum að tala um VG, Sósíalista og Pírata þá erum við ekki bara að tala um þessa 20 manns í hverri hreyfingu sem að sitja og tala saman á kaffihúsi. Við erum að tala um kjósendur sem telja þúsundir. Það er fólk sem á rétt á því að við tryggjum það að það sé hægt að merkja við vinstri og það sé hægt að merkja við grænt á kjörseðlinum það er skylda okkar sem erum í forystu.“

Grasrótin

Svandís bætir því hins vegar við að frumkvæði að slíku samstarfi komi yfirleitt úr grasrót flokkanna og það hafi verið ýmsar umræður í gangi. Það blasi við að Sósíalistaflokkurinn eigi í innanbúðarvanda en miklar deilur hafa geisað þar innanborðs um töluvert skeið. Svandís segir hægt að segja að sá flokkur þurfi að leysa sín mál áður en hann bjóði sameiginlega fram með öðrum flokkum. Píratar séu tregir til að skilgreina sig samkvæmt hinum hefðbundna vinstri-hægri ás stjórnmálanna þótt skoðanir þeirra séu um margt líkar skoðunum fólks sem skilgreinir sig til vinstri. Í ljósi þessa sé sameiginlegt framboð Vinstri grænna og þessara tveggja flokka ekki einfalt.

Svandís segir að eftir samtöl innan Vinstri grænna í Reykjavík sé staðan sú að flokkurinn muni bjóða fram undir eigin nafni í kosningum til borgarstjórnar í vor:

„Það verður boðið fram í nafni VG. Hvernig sem það síðan verður.“

Segir Svandís að framboðið gæti t.d. orðið í samstarfi við óháða.

Svandís hóf sinn stjórnmálaferil í borgarstjórn Reykjavíkur og hefur verið orðuð við endurkomu í borgarmálin en hún aftekur það með öllu að slíkt standi til:

„Nei, þessi kafli er bara búinn,“ segir hún og bætir við:

„Við þurfum kynslóðaskipti.“

Þáttinn í heild má hlýða á hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs

Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur í Brim: Aðildarumsóknin er í gildi – kjósum sem fyrst um framhald viðræðna

Guðmundur í Brim: Aðildarumsóknin er í gildi – kjósum sem fyrst um framhald viðræðna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki