fbpx
Laugardagur 18.október 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði
Þriðjudaginn 2. september 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðarpúls Gallups í ágúst leiðir í ljós athyglisverðar niðurstöður sem hljóta að verða forystufólki stjórnmálaflokkanna mikið umhugsunarefni. Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka og hefur aukið fylgi sitt frá kosningunum í nóvember um tvo þriðju, mælist nú með tæplega 35 prósenta fylgi en fékk tæplega 21 prósent í kosningunum.

Svarthöfði þykist vita að hið mikla fylgi Samfylkingarinnar skýrist að miklu leyti af tvennu. Annars vegar af því að kjósendur eru mjög ánægðir með ríkisstjórnina og Samfylkingin nýtur þess. Hitt vegur líka þungt, að Kristrún Frostadóttir hefur stigið fram sem sterkur, traustur og yfirvegaður leiðtogi. Einu gildir hvort er meðal almennings hér á landi eða með helstu þjóðarleiðtogum heims. Hún er landi og þjóð til sóma.

Svarthöfði hjó eftir því að mbl.is sló því upp að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aukið fylgi sitt mest í könnuninni og brosti innra með sér. Flokkurinn bætti við sig heilu prósentustigi, fór úr 18,7 í 19,7 prósent. Þetta er um fimm prósent fylgisaukning (reyndar innan skekkjumarka). Flokkur fólksins bætti hins vegar við sig 0,7 prósent, fór úr 6,7 í 7,4 prósent. Þetta er ríflega 10 prósenta fylgisaukning, eða tvöföld aukning Sjálfstæðisflokksins.

Það sem er markvert við þessa könnun hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar er að flokkurinn er áfram undir 20 prósentum og fylgið nánast hið sama og í kosningunum í nóvember. Flokkurinn er búinn að skipta út forystunni og kominn í stjórnarandstöðu en það gengur hvorki né rekur.

Kannski er það samt andlitslyftingin sem hefur forðað Sjálfstæðisflokknum frá sömu örlögum og Framsókn. Báðir fengu flokkarnir verstu útreið í kosningunum í samanlagðri sögu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hangir enn í kjörfylginu á meðan Framsókn, sem enn er með sömu forystu og stýrði flokknum í vinstri stjórnum Katrínar Jakobsdóttur og Barna Benediktssonar, hefur tapað nær helmingi síns kjörfylgis og virðist komin í svo alvarlega útrýmingarhættu að furðu má sæta að WWF skuli ekki hafa tekið flokkinn upp á arma sína eins og aðrar tegundir í útrýmingarhættu.

Svarthöfði íhugar raunar hvort ekki sé full ástæða til að gæta orða sinna þegar Framsóknarflokkurinn er annars vegar. Flokkurinn er orðinn svo lítill að óvægin umræða um hann gæti hreinlega fallið undir skilgreininguna á hatursorðræðu. Það getur verið vandlifað.

Sama gildir raunar um VG og Pírata. Þessir flokkar eru alveg að hverfa og nokkuð greinilegt að kjósendur eru að mestu búnir að gleyma tilvist þeirra – eða eru allavega að reyna að gleyma, enda eru minningarnar ekki góðar.

Svarthöfði sér hins vegar að kjósendum líkar vel við þær breytingar sem orðið hafa með nýrri ríkisstjórn. Fylgi við ríkisstjórnina mælist nokkuð stöðugt upp undir tveir þriðju. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aukist talsvert frá kosningum. Bendir þetta eindregið til þess að kjósendur telji valkyrjurnar rétt fólk á réttum stað á réttum tíma. Á sama tíma tapar stjórnarandstaðan fylgi og gengur fram af kjósendum. Ekki uppskrift að góðri endurkomu fyrir flokkana sem þjóðin hafnaði í síðustu kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB