fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Eyjan
Laugardaginn 28. júní 2025 06:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smekkur kvenna á karlmönnum er ærið misjafn. Mörg fól í Íslendingasögum nutu mikillar kvenhylli eins og Þjóstólfur fóstri Hallgerðar langbrókar. Seinni tíma Njáluskýrendur eru á einu máli um ódrenglyndi og fantaskap Þjóstólfs en Hallgerður elskaði hann heitt og innilega. Reyndar lét hún drepa hann að lokum en það tilheyrði tíðarandanum. Allar vildu meyjarnar eiga Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda þótt hann hafi síðar verið afhjúpaður sem ofbeldismaður á heimili. Mesta kvennagull þriðja ríkisins var hinn bæklaði og smávaxni Jósef Göbbels áróðursmálaráðherra sem ætíð var umvafinn fegurðardísum.

Umdeildasti maður samtímans er Dónald Trump forseti Bandaríkjanna. Hann skiptir heimsbyggðinni í tvær andstæðar fylkingar sem annað hvort dáir hann eða hatar. Trump er manna hreinskiptastur og segir hlutina umbúðalaust. Hann er strigakjaftur sem hikar ekki við að kalla andstæðinga sína úrþvætti og landeyður. Viðkvæmir og hörundssárir íslenskir þingmenn gætu aldrei setið undir ummælum forsetans án þess að bresta í grát og kvarta undan einelti í opnu rými.

Utanríkisráðherra landsins leyfði sér að segja á dögunum að sér hefði fundist Trump heillandi maður. Þessi ummæli urðu til þess að hinn horfni flokkur vinstri grænna reis upp frá dauðum og mótmælti kröftuglega. Aðdáun ráðherrans á Trump var niðurlægjandi fyrir íslenskar konur. Hún var sökuð um undirlægjuhátt og fyrirlitningu á mannréttindum með þessu skjalli um erkióvininn. Þetta er dæmigert fyrir öfgafulla skautun í heimi stjórnmálanna. Menn eru annaðhvort algóðir eða alvondir. Hugurinn hvarflar til fyrirrennara Vinstri grænna sem trúðu alltaf á góðmennsku og mannkosti Jósefs Stalíns þrátt fyrir uppljóstranir um mannréttindabrot og aðra fúlmennsku.

Trump er ólíkindatól og umdeildur og hefur unnið ótrúlega kosningasigra. Ummæli utanríkisráðherra komu á óvart en eru í takt við álit leiðtoga Evrópu á kappanum. Það sýnir líka töframátt forsetans að honum skyldi takast að vekja Vinstri græna upp af ruslahaugum sögunnar og gefa foringja þeirra nokkurra mínútna fjölmiðlaathygli. Flokkurinn hvarf síðan aftur ofan í gröf sína þar sem jákvæðar skoðanakannanir raska ekki ró hins látna stjórnmálaflokks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
EyjanFastir pennar
12.07.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
EyjanFastir pennar
11.07.2025

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
EyjanFastir pennar
05.07.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
EyjanFastir pennar
05.07.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum