fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Eyjan
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskt stjórnkerfi snýst að miklu leyti um sjálft sig og ráðherrar mega sín oft lítils gegn kerfi sem vill verja sig. Þættirnir, Já, ráðherra, eru að vissu leyti heimildaþættir sem sýna hvernig stefna ráðherra koðnar niður gegn kerfinu. Afleiðingin er sú að ríkisstjórnir ná ekki fram þeim breytingum sem flokkarnir lofa fyrir kosningar og fólki missir traust á stjórnmálunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Aslaug Arna - 3
play-sharp-fill

Eyjan - Aslaug Arna - 3

„Ef þú ferð síðan í hvernig við getum gert þetta til framtíðar þá brá mér smá þegar ég kom fyrst inn í ráðuneyti. Mér brá aðeins – upplifun mín af því hvernig kerfið funkeraði og hvaða völd ráðherra hefur í raun til þess að forgangsraða málum, klára þau þegar hann vill setja þau á dagskrá og fleira …“

Hefur hann lítil lítil völd til þess?

„Já, ég upplifði … eigum við ekki bara að segja það að Já, ráðherra þættirnir séu svolitlir heimildaþættir, stundum, um stjórnkerfið, svo ekki sé meira sagt. Ég sá bara þarna stjórnkerfi sem var svifaseint, þar sem var slæm forgangsröðun, þar sem allt of margt var á dagskrá og lítil forgangsröðun á málaflokkum sem ráðherrann vildi klára hverju sinni. Og hvað gerist þegar ráðherra nær litlu fram af þeim stóru breytingum sem hann vill?“

Áslaug Arna segist hafa upplifað að kerfið hafi verið að miklu leyti í viðbragðsstjórnun, kerfið hafi verið að verja sig gegn stefnu ríkisstjórnarinnar en einnig hafi kerfið verið undirlagt af daglegri stjórnun. „Síðan er eitthvað mál í fjölmiðlum – útlendingamál í fjölmiðlum, kannski mygla í einhverri stofnun, einhver starfsmannamál – þá snýst allt um viðbragð en ekki stóru breytingarnar sem ráðherrann er að reyna að vinna á kjörtímabilinu. Og hvað gerist þegar ráðherrann nær ekki breytingum fram kjörtímabil eftir kjörtímabil, eða flokkar? Þá missir fólk traust á stjórnmálunum og það eflist ekki. Þetta er stórt vandamál.“

Hún segir að þetta sé ekki bara bundið við Ísland. Víða um heim sé að verða vantraust á stjórnmálunum. „Vantraust af því að kerfið er farið að hringsnúast um sjálft sig og við séum ekki að ná fram þeim breytingum sem við lofum í kosningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
Hide picture