fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Eyjan
Þriðjudaginn 9. desember 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að það sé ekki tilviljunin ein sem ræður því að Miðflokkurinn er nú á miklu flugi, orðinn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og kominn yfir 20% í skoðanakönnunum. Breytt aðferðafræði flokksins sé markviss og vel undirbúin. Fylgisaukning flokksins hefur verið sett í samband við kjör Snorra Mássonar í embætti varaformanns en kosning Snorra var heldur engin tilviljun heldur mjög plönuð.

Orðið á götunni er að fyrr á þessu ári hafi forystumenn í Miðflokknum farið til Bandaríkjanna beinlínis í þeim tilgangi að kynna sér vel heppnaða taktík MAGA-hreyfingarinnar og Donalds Trumps sem skilaði Repúblikönum meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og Donald Trump í Hvíta húsið. Vestra fengu þeir námskeið í lýðskrumi og hvernig hægt er að beita því markvisst til að hafa áhrif á stóran hóp kjósenda. Segja má að Miðflokkurinn hafi sótt handbók í lýðskrumi til Trumpista í Bandaríkjunum.

Orðið á götunni er að heilinn á bak við breytta nálgun Miðflokksins og nýleg mannaskipti í forystu flokksins sé Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. Björn Ingi er þekktur pólitískur plottari. Hann mun hafa verið maðurinn sem beitti sér fyrir því að stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skoraði á Snorra Másson að bjóða sig fram, eftir að Bergþór Ólason hafði stigið niður úr stöðu þingflokksformanns og lýst framboði til varaformanns. Rekinn var harður áróður fyrir því að flokkurinn þyrfti nauðsynlega á því að halda að ungur og efnilegur maður yrði varaformaður. Maður, sem helst er þekktur fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar um konur á Klausturbar um árið, væri flokknum fjötur um fót og mætti alls ekki verða varaformaður.

Það kom flestum að óvörum þegar Bergþór lýsti því allt í einu yfir, þegar flokksþing Miðflokksins var hafið, að hann drægi framboð sitt til baka. Fulltrúar á flokksþinginu urðu ekki jafnhissa og aðrir vegna þess að þeir vissu, líkt og Bergþór, að hann ætti enga möguleika í varaformannskosningunni. Svo vel hafði ráðagerð Björns Inga heppnast að þorri fundarmanna hafði fylkt sér að baki Snorra svo sem kom í ljós í kosningunni á fundinum.

Miðflokkurinn og Snorri hafa samviskusamlega farið eftir lýðskrumshandbókinni frá Trump. Í stórum dráttum felst aðferðin í því að velja eitt mál hverju sinni og vera með mikil læti og yfirlýsingar í því. Málin þurfa ekki að vera stór. Þau þurfa bara að passa inn í þann ramma að hægt sé að tala um þau þannig að fólkið við eldhúsborðið taki eftir, að fólkið við eldhúsborðið trúi því að ríkisstjórnin sé að gera eitthvað sem muni koma niður á fjármálum viðkomandi og Miðflokkurinn muni redda því með einu pennastriki um leið og hann kemst til valda. Þetta er Trump aðferðin.

Einatt er ríkisstjórnin sökuð um að hugsa meira um hag útlendinga en fólksins við eldhúsborðið. Og ef það eru ekki útlendingar sem dekrað er við þá er að hinsegin fólk. Það er seilst í vasa fólksins við eldhúsborðið og tekið úr honum til að rétta útlendingum og hinsegin fólki – eigum við að nefna trans?

Orðið á götunni er að framganga Snorra Mássonar sé skólabókardæmi um vel heppnaða útfærslu á aðferðum Trumps og helstu meðreiðarsveina hans í MAGA-hreyfingunni vestanhafs. Það sem virkar vestra virkar líka á Íslandi og virðist varla þurfa að staðfæra það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur