fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Eyjan
Mánudaginn 17. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan við Íslendingar eigum erlendar eignir umfram erlendar skuldir upp á 40% af landsframleiðslu er staðan í Bandaríkjunum sú að þau skulda næstum heila landsframleiðslu umfram það sem þau eiga. Þetta er ein ástæða fyrir því að Trump fór af stað með tollastríð sitt gegn öðrum þjóðum. Aðrar aðferðir hefðu hins vegar verið betri. Uppbygging innviða hér á landi skapar tækifæri fyrir banka og lífeyrissjóði. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Jón Guðni Ómarsson - 5
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jón Guðni Ómarsson - 5

Ég held að það sé það ekki gott heldur, ekki heilbrigt, fyrir ríkið að taka allt á sinn efnahagsreikning bara út frá skuldum ríkissjóðs. Þannig að það er mjög gott að reyna að fá einhvern veginn einkaframtakið inn í þetta líka og reyna að miðla fjármagni þannig. Og það er eitthvað sem að við klárlega lítum til. Við höfum verið til dæmis að taka þátt í innviðaverkefnum erlendis og viða að okkur þekkingu þar til að bara geta komið og aðstoðað við svona verkefni hérna heima. Það er eitt nýlegt verkefni við erum einn af þeim sem eru að fjármagna einmitt Ölfusárbrúna. Það er dæmi um slíkt verkefni sem virðist bara hafa farið vel af stað og það verður mjög gaman að keyra yfir þá brú þegar hún verður tilbúin.“

Já, það verður mikill munur. Þá þurfum við ekki að fara yfir þá gömlu alltaf.

„Já, já, heldur betur.“

Maður hefur auðvitað áhyggjur af því að meðan Bandaríkin hafa tekið næstum 180 gráðu beygju í sinni viðskiptastefnu, komin í tollastríð og ekki kannski hvað síst við bandalagsþjóðir sínar. Virkileg velmegun Vesturlanda, það má segja að hún hafi hafist þegar menn náðu loksins að hrista af sér tollaböndin sem voru hér og áttu ákveðinn þátt til dæmis í kreppunni miklu hér á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Það geta komið miklar tekjur af tollum til skemmri tíma en er ekki nokkuð ljóst að útlitið í hagvaxtarmálum heimsins er ekkert rosalega bjart ef þessi stefna Bandaríkjanna verður ofan á og allur heimurinn fer að svara í sömu mynt?

„Ég er sammála því. Þegar við horfum síðustu 50 ár þá hefur hagvöxtur svona á heimsvísu verið svolítið drifinn af því að það séu frjáls viðskipti sem er ætlað að stækka kökuna fyrir alla. Á sama tíma hefur náttúrlega verið mikil fólksfjölgun þannig að þetta tvennt má segja að hafi drifið hagvöxt síðustu 50 ára. En núna eru báðir þessir þættir eiginlega að snúast í öfuga átt. Núna er gert ráð fyrir því til dæmis að það verði bara fólksfækkun í Asíu og Kína, þeir eru búnir að tvöfaldast á síðustu 70 árum í 1,4 milljarða en gert er ráð fyrir að þeir helmingist næstu 70 ár, niður í kannski 700 milljónir. Þannig að þetta eru alveg gríðarlegar breytingar og ólík þróun. Í staðinn fyrir að fjölga, að þá sé að fara að fækka. Þannig að þetta mun klárlega, ef við horfum aðeins lengra fram í tímann, hafa mikil áhrif.

Og þetta einmitt með tollana, þetta er svona eins og maður heyrir aðeins í Evrópusamstarfi þar sem maður hittir erlenda evrópska bankamenn, þar sem þeir eru að tala um það að einhvern veginn að þeim finnst vera svo mikið þar að í staðinn fyrir að stækka kökuna sé verið frekar að horfa til þess hvernig henni er skipt, einhvern veginn lendi oft umræður þar, hvernig einstaka þjóðir geta tryggt sem stærstan skref af kökunni frekar en að horfa á hvernig hún getur orðið stærri. Og þetta með Bandaríkin og tollana, það getur vel verið að það nýtist þeim að einhverjum hluta en á sama tíma mun þetta sennilega minnka kökuna fyrir heimsbyggðina.“

Ég er ekki búinn að sjá þá reikniaðferð sem skilar trúverðugri niðurstöðu með það að tollamúrinn sem að Bandaríkin eru búin að setja upp, að hann muni leiða til nokkurs annars en hækkunar á verðlagi í Bandaríkjunum.

„Nei, ég held það sé alveg klárt, en það sem Bandaríkjamenn eru að glíma við … sjáðu til, hérna á Íslandi eigum við eignir erlendis umfram skuldir. Eignir Íslendinga mínus það sem útlendingar eiga hérna heima eru svona af stærðargráðunni 1.800 milljarðar, sem er rúmlega 40% af landsframleiðslu Íslands. Um síðustu aldamót var þetta mínus 60% þannig að það er alveg ótrúleg breyting. Við erum í plús 40% en í Bandaríkjunum, þau eru í mínus 90%. Það er kannski einn stærsti þátturinn í því af hverju þau eru að reyna að standa í þessu. En ég er alveg sammála því að ég held að aðrar aðferðir hefðu verið mun betri.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Milos rekinn úr starfi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Hide picture