fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Eyjan
Sunnudaginn 16. nóvember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa kjörna ef marka má nýja leynilega könnun um stuðning í borgarstjórnarkosningum. Miðflokkurinn hefur nú engan borgarfulltrúa og yrði því hástökkvari samkvæmt könnuninni sem einn flokkanna hefur látið gera fyrir sig og Eyjan hefur undir höndum. Viðreisn fengi einnig þrjá menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn héldi sínum sex borgarfulltrúum en Samfylkingin bætti við sig tveimur og fengi sjö menn kjörna. Framsókn næði einum borgarfulltrúa, tapar þremur, Flokkur fólksins fengi einn, Píratar einn og Sanna Magdalena næði kjöri þar sem hún biði sig fram sem enn er óljóst. Miðað við þessa niðurstöðu væri líklegast að meirihluti yrði myndaður af Samfylkingu, Viðreisn, Flokki fólksins og Pírötum sem hefði 12 borgarfulltrúa á bak við sig. Í minnihluta yrðu þá Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkur, Framsókn og Sanna Magdalena.

Orðið á götunni er að fylgi stjórnmálaflokkanna í landsmálum sé talsvert að smitast inn í úrslit þessarar könnunar. Miðflokkurinn er á flugi þessar vikurnar eftir vel heppnað landsþing nýlega, fylgi þeirra eykst jafnt og þétt og talið er að það bitni einkum á Sjálfstæðisflokknum enda fiska þeir fylgi á sömu slóðum. Vinsældir ríkisstjórnarinnar, einkum forsætisráðherrans, virðast vissulega ætla að gagnast ríkisstjórnarflokkunum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þó að núverandi meirihluti í borgarstjórn sé ekki að gera neina afgerandi hluti þá nýtur Samfylkingin vinsælda og má þakka það sterkri stöðu flokksins í ríkisstjórn og öflugrar framgöngu Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra.

Orðið á götunni er að mjög miklar breytingar verði á skipan borgarstjórnar eftir næstu kosningar. Úr innsta hring Samfylkingarinnar heyrist að Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarstjóri, muni ekki leiða lista flokksins í kosningunum. Henni mun vera ætlað annað hlutverk innan flokksins. Talað er um að forysta Samfylkingarinnar muni tefla fram þjóðþekktum frambjóðanda í efsta sætið og þar með borgarstjóraefni flokksins. Nefnd hafa verið nokkur nöfn þekktra og öflugra einstaklinga sem hafa getið sér gott orð úti í þjóðfélaginu vegna annarra starfa og hafa til að bera menntun og reynslu sem kæmi að góðum notum í hinu viðamikla starfi borgarstjóra en Reykjavíkurborg, með dótturfélögum, er stærsta fyrirtæki landsins með 14 þúsund manns í vinnu.

Orðið á götunni er að nafn Eiríks Bergmanns, háskólaprófessors og þekkts álitsgjafa, hafi verið nefnt og einnig nafn Gísla Marteins Baldurssonar, sem vitanlega er þjóðþekktur fjölmiðlamaður þótt umdeildur sé. Hann átti sæti í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma en hefur fyrir löngu snúið baki við þeim flokki. Gísli Marteinn aflaði sér menntunar í Skotlandi á sviði borgarskipulags og stjórnunar sveitarfélaga sem ætti að gagnast vel, komi til þess að hann feti þessa leið.

Orðið á götunni er að Hildi Björnsdóttur verði ekki velt úr leiðtogasæti hjá Sjálfstæðisflokknum þó að núverandi borgarstjórnarflokkur sé margklofinn og ekki talinn stjórntækur. Hins vegar má búast við því að flokkurinn losi sig við einhverja af núverandi borgarfulltrúum, vilji hann ná einhverjum árangri í kosningunum. Í þeim efnum er einkum rætt um Kjartan Magnússon og Friðjón Friðjónsson sem talið er að þurfi að víkja fyrir nýju og yngra fólki. Viðreisn mun tefla fram alveg nýju fólki en núverandi borgarfulltrúi flokksins gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Þá mun einungis verða um að ræða nýtt fólk frá Miðflokkum því að flokkurinn á engan borgarfulltrúa núna. Eins er búist við nýjum borgarfulltrúa frá Flokki fólksins. Ekki er vitað um áform Framsóknar og Pírata en gert er ráð fyrir að Sanna Magdalena, sem kjörin var fyrir Sósíalistaflokk Íslands síðast, verði borgarfulltrúi áfram þó að ekki liggi fyrir undir hvaða merkjum það verður. Einnig má ætla að flestir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar verði nýir.

Ekki þyrfti að koma á óvart þótt allt að fimmtán nýir borgarfulltrúar tækju sæti í borgarstjórn eftir kosningarnar þann 16. maí á komandi ári.

Orðið á götunni er að það gæti markað upphaf góðra tíma við stjórn borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk