fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Eyjan
Föstudaginn 14. nóvember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Íslandi er lítið um að boðnir séu fastir vextir út lánstímann á íbúðalánum. Almenna reglan, bæði fyrir og eftir vaxtadóm Hæstaréttar, er að hægt er að festa vexti i allt að fimm ár. Í nágrannalöndunum, á borð við Danmörku, er algengt að vextir séu fastir allan lánstíma, 15, 20 eða jafnvel 30 ár. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir fjármögnun verða dýrari ef vextir verði festir út lánstímann. Jón Guðni er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Jón Guðni Ómarsson - 2
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jón Guðni Ómarsson - 2

Nú tíðkast það víða í nágrannalöndunum að vextir eru festir út lánstímann, hvort sem það eru 15, 20 eða 30 ár. Þetta er til dæmis í Danmörku og víðar. Líka eru í boði breytilegir vextir. Af hverju er ekki hægt að bjóða upp á fasta vexti út lánstímann á Íslandi?

„Já, það er í sjálfu sér hægt og það eru einhverjir lífeyrissjóðir til dæmis sem eru að gera það. Hjá bönkunum er það aðallega vandasamt út af því að við gefum út verðtryggt húsnæðislán, við þurfum að fjármagna það og við gefum þá út skuldabréf á markaði til að fjármagna það. Og lántakinn hjá okkur, sá sem tekur húsnæðislánið, hann getur greitt upp lánið hvenær sem er. En skuldabréfið sem við gefum út, að það er almennt ekki uppgreiðanlegt. Það væri reyndar hægt, en þá væri það mun dýrara.“

Þú ert að lýsa vandanum sem Íbúðalánasjóður kom sér í.

„Nákvæmlega. Það er þessi uppgreiðsluáhætta. Það er að segja, þú ert með skuldir sem eru ekki uppgreiðanlegar, en ert með húsnæðislán á eignahliðinni sem eru uppgreiðanleg hvenær sem er þegar að þeirra lántökum hentar. Það er þetta sem að margir bankar og náttúrlega Íbúðalánasjóður hafa lent í vandræðum með, sérstaklega í vaxtaumhverfi eins og hérna á Íslandi, þar sem eru háir vextir og kannski meiri breytanleiki í þeim heldur en í mörgum öðrum löndum. Það gerir það bara mjög varasamt fyrir lánveitanda eins og banka að festa sig í annan skóinn en ekki hinn. Hins vegar, það er ekkert ómögulegt að það sé hægt að hanna einhverja vöru í framtíðinni sem einhvern veginn nær að sníða af þessa vankanta. En allavegana eins og við sjáum það núna, til að geta boðið fram vöru á sem bestum kjörum, að þá séu fastir vextir í fimm ár, það sé svona heppilegast.“

Nú virðist þessi áhætta sem þú ert að lýsa þarna. Nú virðast Danir hafa leyst þetta og aðrar þjóðir hafa leyst þetta. Er engin lausn þarna úti sem að er hægt að flytja inn?

„Jú, Danirnir hafa leyst þetta. Þeir einmitt eru með svona það sem þeir kalla pass-through, það er að segja, það er bara sjóðsflæðið af eignunum. Það skilar sér bara til þeirra sem að hérna kaupa skuldabréf af viðkomandi banka.“

Þannig að þeir taka að sér uppgreiðsluáhættuna?

„Já, einmitt, það eru þá fjárfestarnir. Við seljum náttúrlega mikið af okkar skuldabréfum til lífeyrissjóða. Það er ekkert ómögulegt en það hins vegar getur verið dýrara því þá sem fjárfesta, hvort sem er lífeyrissjóður eða annar fjárfestir, að hann kaupir þá skuldabréf þar sem að hann er óviss með hvenær hann fær greitt til baka og það er aukaálag þar á. Matið hérna á Íslandi hjá okkur, og sýnist mér öðrum, hefur hingað til verið að það sé hagkvæmara fyrir lánveitendur til að geta boðið þessu bestu kjör að hafa þá hérna fast í skemmri tíma. En það er aldrei hægt að útiloka að hitt hérna náist hérna, komist á koppinn seinna.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.  
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Hide picture