fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Eyjan
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lánaskilmálarnir sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta í vaxtamálinu eru mjög sambærilegir við skilmála í bæði Noregi og Svíþjóð. Það er ekki vandamál fyrir bankana og aðra lánveitendur að sníða lánaskilmála að þeim kröfum sem koma fram í dómi Hæstaréttar. Fyrirsjáanleiki verður meiri fyrir lántakendur með nýjum skilmálum. Nýju skilmálarnir byggja m.a. á fyrirmynd frá Hollandi en ganga lengra í því að tryggja rétt neytenda. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Jón Guðni Ómarsson - 1
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jón Guðni Ómarsson - 1

Bankarnir hafa verið gagnrýndir fyrir að loka bara á lánamöguleika núna í talsverðan tíma, þó að það sé búið að opna aftur núna. Það hefur líka verið gert grín að bönkunum. Ég sá skopmynd eftir Halldór þar sem hann var með ykkur bankastjórana í mikilli panikk af því að hér eftir þyrftu vaxtabreytingar ykkar að vera gegnsæjar. Hvernig er það? Breytir þetta mjög miklu? Er miklu meiri óvissa í ykkar útlánum eftir þennan dóm?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Ég þarf að hafa uppi á þessari skopmynd. Það er alltaf gaman að sjá myndir frá Halldóri.

Nei, nei, lánaformið sem var á Íslandi er bara mjög keimlíkt því sem er til dæmis í Noregi og Svíþjóð, þar sem bankarnir í sjálfu sér gátu breytt vöxtum eftir því hvernig fjármagnskostnaður og annað í þeirra rekstrarumhverfi þróast. Og á sama tíma þannig að lántakendur geta alltaf bara greitt upp lánin og tekið lán annars staðar ef betri kjör bjóðast annars staðar. Ég veit að bankastjórar í Noregi og Svíþjóð, bara nokkrum mínútum eftir að dómurinn féll á Íslandi, þá fengu þeir upplýsingar um það til sín. Af því að það er sama fyrirkomulag sem hefur verið þar mjög lengi. Þannig að þetta er, og hérna á Íslandi náttúrulega eitthvað sem hefur viðgengist bara mjög lengi.

En ef við horfum svo fram á veginn, þá hef ég svo sem ekki stórar áhyggjur af því. Ég held að við getum alveg sniðið framboðið þannig að það virki og miðað við svona þessar kröfur sem koma fram í dóminum. Og eins og lánin sem við komum fram með núna fyrr í vikunni í verðtryggðu, og þetta sem sagt snýr að því að það sé skýrt bara í upphafi þegar hann tekur lánið bara hvernig vextir munu þróast, hvernig þeir munu breytast. Þannig að hjá okkur til dæmis eru fastir vextir í fimm ár. og svo eftir fimm ár þá er alveg skýrt hvað tekur við. Og það má eiginlega segja að það sem er mest horft til er að þá mun bankinn koma bara með nýtt tilboð sem byggir á þeim markaðsvöxtum sem eru þá og á sama tíma geta lántakendur þá líka leitað tilboða annars staðar og fengið bara hvar hagkvæmustu vextirnir eru á þeim tíma. En svo hins vegar er skýrt í skilmálunum að ef lántaki tekur hvorki tilboði bankans né neins staðar annars staðar, hvað verður þá um vextina?

Síðan erum við að nota þessa nýju vexti sem að Seðlabankinn er að birta, sem byggja á fimm ára ríkisvöxtum og álag á þá þannig að það er eitthvað sem lántakendur geta farið og séð á heimasíðu Seðlabankans hvernig þeir vextir eru og hvernig þeir hafa þróast. Þannig að það er alveg skýrt gagnvart lántakanum hvernig vextirnir munu þróast. Við teljum að með þessu séum við búin að sníða lánið þannig að það uppfylli öll skilyrðin sem eru sett fram í dóminum. Þetta að virka vel til framtíðar. Við byggjum þetta að hluta til á lánum í Hollandi sem að eru dálítið svipuð, en reyndar göngum við aðeins lengra af því að annars vegar er þetta alveg skýrt hvað gerist og svo er það líka þannig að það er það lægra sem gildir. Ef bankinn setur fram tilboð og það er lægra heldur en vextirnir sem að koma sem álag á þessum vöxtum hjá Seðlabankanum, þá er það það lægra sem að gildir.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Hide picture