fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Eyjan

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Eyjan
Föstudaginn 7. nóvember 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin náði veiðigjaldamálinu í gegnum Alþingi í sumar en hatrammt málþóf stjórnarandstöðunnar varð til þess að ekki náðist að afgreiða 44 önnur mál, mörg hver mjög mikilvæg. Stjórnarskráin leyfir ekki að mál lifi milli þinga og því verður að endurflytja þau og fjalla um alveg frá grunni. Dagur B. Eggertsson, þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri, er gestur Ólafur Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Dagur B - 1
play-sharp-fill

Eyjan - Dagur B - 1

„Kannski stóra breytingin frá því að vera í borginni og taka sæti á Alþingi er að takturinn er svolítið annar. Takturinn er þingvetur á meðan í borginni, þá er auðvitað verið að taka ákvarðanir á hverjum degi, eins og kannski í ráðuneytunum. Og svo er þessi vikulegi taktur í borgarráði þar sem öll stór mál fara í gegn, þannig að þú ert svona að afgreiða mál í hverri viku, en þarna er þetta svona hægari taktur og, við kannski nefnum það sjaldan, en aðferðafræði þjóðþinganna gengur út á það að nota sér það vit sem býr í samfélaginu. Þess vegna eru málin send út til kynningar og umsagnar og svo fáum við skriflegar umsagnir frá þeim sem eitthvað fyrir brjósti brennur varðandi málin og tölum við gesti þannig að afgreiðsla mála takmarkast ekki af því viti sem er í þinghúsinu sjálfu.“

Nei, nei, sem kann að vera gott undir mörgum kringumstæðum.

„Það getur nefnilega kristallað mál og ef maður er frjálslyndur lýðræðissinni, eins og við erum nú kannski flestir Íslendingar, vonandi, þá trúir maður auðvitað á það að hlustun og rökræður leiði til betri niðurstöðu á endanum, jafnvel þó að það þurfi stundum að takast á um eitthvað sem kannski tengist hagsmunum eða mismunandi sjónarhornum en það er í grunninn hollt að fá fram þessi ólíku sjónarmið.“

Nú sáum við náttúrulega í vor, þegar að þingið endaði, ja, vor/sumar. Þú nefnir þennan ólíka takt og það að málin eru ekki afgreidd vikulega eins og í borginni. Mál eru að sigla í gegnum heilan þingvetur og eru svo afgreidd að vori. Það er oft svona takturinn í þessu.

„Ja, eða ekki.“

Eða ekki.

„Það sem að var auðvitað mikilvægt fyrir stjórnina, og bara samfélagið, var að við kláruðum veiðigjöldin í sumar. En það sem kannski fékk ekki mikla athygli var að fórnarlömbin voru ein 44, bara mörg býsna mikilvæg og góð mál sem ekki náðist að klára þannig að við erum svona með einn og hálfan skammt í vetur, við erum bæði á fullu að kljást við málin sem að voru langt komin í vor. Og svo að fá inn ný mál hérna til þingsins til þess að setja okkur inn í og afla umsagna um og vonandi klára sem flest á þessum vetri.“

Maður veltir fyrir sér hvort það er ekki hægt að breyta aðeins taktinum í þingstörfum og afgreiðslu þingmála þannig að þetta sé svona kannski jafnara yfir þingveturinn. Ég ímynda mér að mikilvægt atriði varðandi slíkt væri að þingmál lifi. Þau deyji ekki bara þegar þinginu lýkur. Þá ertu kominn á núllpunkt.

„Já, auðvitað er galið að þurfa að byrja upp á nýtt, það er augljóst en þetta er nú eitt af því sem að stendur í stjórnarskránni. Og verður ekki breytt nema að breyta stjórnarskránni. Þetta kannski tekur mið af okkur allt öðru samfélagi heldur en við lifum í dag þar sem einhvern veginn var bara mikið lengra á milli þinga, miklu minna umleikis, flækjustigið í samfélaginu allt annað. Þetta er bara eitt af því sem þyrfti að uppfæra.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Hide picture