Verðtryggingin var á sínum tíma eðlileg viðleitni til að byggja upp hagkerfi sem gæti virkað í þeirri miklu verðbólgu sem hér var. En öll kerfi eru þannig að það þarf að staldra við og endurskoða þau. Fjárfestingarkostir eru fjölbreyttari en 1979, staða þjóðarbúsins við útlend allt önnur og byggst hefur upp mikil sparnaður. Nú er kjörið tækifæri til aðlaga þetta kerfi að nýjum tíma og losa heimilin undan verðtryggingu á húsnæðislánum. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.
Benedikt Gíslason - 5.mp4
Þegar skipt er úr óverðtryggðu yfir í verðtryggt lán hækka ráðstöfunartekjur lántaka í mörgum tilvikum vegna lægri greiðslubyrði verðtryggða lánsins. Þetta gerir það að verkum að þegar Seðlabankinn beitir vaxtahækkunum til að draga úr peningamagni í umferð og minnka spennu í hagkerfinu getur það virkað þveröfugt og í raun aukið peningamagn í umferð.
Þegar Ólafslögin, sem komu á verðtryggingu hér á landi, voru sett 1979 var það viðleitni til þess að byggja upp eðlilegt hagkerfi sem gæti virkað í svo miklu verðbólguumhverfi sem hér var. Þá var hlutabréfamarkaður mjög lítill en stærri skuldabréfamarkaður, víxlar og skuldabréf, íbúðabréf.
„Það voru byggingarfélög sem að voru að gefa út skuldabréf. Ef maður man það þá var það ekki bara sparifé í bönkum sem var að brenna upp. Það var líka einmitt sjóðasöfnun hjá lífeyrissjóðunum. Þannig að þetta var viðleitni til þess að reyna að koma einhverjum styrkari fótum undir lífeyriskerfið.“
Þannig að á þeim tíma, eins og þú segir, eða allavega mér heyrist þú vera að segja það, það voru alveg rök fyrir þessu. En í dag, er ekki hægt að fullyrða að það séu ekki sömu rök fyrir þessu í dag og voru þá?
„Jú, það var einmitt það sem var að reyna að benda á. Þetta er gott, þetta kerfi hefur reynst okkur vel, en eins og með öll kerfi þá er nauðsynlegt að staldra við og skoða þau. Og það er sem sagt mjög breytt umhverfi bæði á Íslandi og erlendis. Á þessum tíma erum við með neikvæða skuldastöðu við útlönd. Við erum með tiltölulega lítið sparifé uppsafnað í okkar kerfi. Síðan þá, og sérstaklega eftir 2008, hefur þjóðhagslegur sparnaður verið mjög mikill. Og við höfum byggt upp svakalega öflugt lífeyriskerfi. Við erum með líklega töluvert betri aðgang að erlendum mörkuðum heldur en við vorum með þá. Við erum í töluvert jákvæðari stöðu við útlönd. stóran gjaldeyrisforða. Núna held ég að það sé frábært tækifæri til þess að taka þetta fína kerfi og aðlaga það að nýjum tíma.“
Já, einmitt. Mér verður hugsað til þess sem Vilhjálmur Birgisson, sem er nú verið mikill baráttumaður gegn verðtryggingunni, hann setti fram svona þá sviðsmynd að það sé verðtryggingin og eins og þú varst að koma inn á líka, sem veldur því að stýrivextir Seðlabankans þurfa að vera miklu harðari. Ef hann ætlar að berjast gegn verðbólgu þá verður hann að hækka stýrivextina miklu meira en ella.
„Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta.“
Nákvæmlega. Já. Vilhjálmur fullyrðir að ef við bara tökum verðtrygginguna út, bara bönnum hana, þá mun ekki Seðlabankinn, þá bæði þarf það ekki og þá getur hann ekki hækkað vextina eins og hann hefur verið að gera vegna þess að það verður ekki þessi hjáleið þar sem sem verið hægt að benda fólki á að fara bara í verðtryggt.
„Nákvæmlega. Nei, nei, ég er nú talsmaður þess að það sé samningsfrelsi og aðilar geti gert á milli sín viðskipti og viðskiptasamninga sem að heimila ansi margt sem að gengur ekki, hvað á maður að segja, á réttindi annarra.“
En ef þeir ganga gegn bara þjóðarhagsmunum?
„Það er nefnilega punkturinn hér og ég held að stóra spurningin núna fyrir okkur er: Af hverju þekkist þessi víðtæka notkun verðtryggingar, sérstaklega þegar kemur að heimilum? Af hverju eru heimili ekki að borga verðtryggingu af sínum íbúðalánum neins staðar annars staðar en hér? Og getum við ekki búið þannig um hnútana að svo verði? Við getum þá sannmælst um það að verðtrygging getur átt heima þegar kemur að skuldum ríkissjóðs, sem hefur að einhverju leyti verðtryggðar tekjur, skatttekjur hreyfast með verðbólgu. Innviðafyrirtæki, veitufyrirtæki, aðilar sem eru með langar skuldbindingar og tekjuflæði sem er stöðugt og langt fram í tímann. Og á móti, hverjir eru þá kaupendur á þessum eignum? Það eru oftast nær bara lífeyrissjóðir eða tryggingafélög.“
Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Benedikt segir að ef við tækjum heimilin út úr verðtryggingunni gæfist tækifæri til að efla stýritæki Seðlabankans.
Svo er náttúrulega eitt sem að maður tekur eftir og það er, menn eru nú ekki sannfærðir um að jafnvel þótt okkur takist að losna við verðtrygginguna, að íslenska krónan yrði endilega sá gjaldmiðill sem hægt væri að nota til langtímafjármögnunar á föstum vöxtum. Víða í kringum okkur er það mjög stór hluti af húsnæðislánamarkaðnum sem er á föstum vöxtum sem breytast ekkert út lánstímann.
„Nákvæmlega. Bandaríkin eru eiginlega besta dæmið um það. En það þýðir, eins og núna eru til dæmis íbúðalánavextir í Bandaríkjunum mjög hári af því að það eru í rauninni bara fastir langtímavextir í boði. Stundum hafa þeir verið lágir og það stýrir þá svolítið því hvort það sé mikil virkni á fasteignamarkaði og verið að byggja mikið af nýjum eignum eða ekki. Í Evrópu er það rétt, þar er víða hægt að fá fasta vexti óverðtryggða til lengri tíma. Þar hefur auðvitað hjálpað til líka Seðlabanki Evrópu hefur í rauninni tryggt bankakerfinu sambærilega fjármögnun í gegnum sín endurhverfu viðskipti, það er verið að bjóða upp á endurhverf viðskipti með föstum kjörum til lengri tíma og það hefur stutt við nákvæmlega þennan markað. Og það væri auðvitað mikill kostur að geta komist í það, það myndi hjálpa til.“
Benedikt segist hafa sett fram þessi sjónarmið m.a. hafa verið til að benda á að við þurfum að taka til heima hjá okkur áður en við förum að hugsa um næstu skref í gjaldmiðlamálum. Allavega varpa fram þeirri spurningu.
„Getum við ekki lagað eitthvað af þessu sjálf áður fyrst? Ég veit að það eru margir að velta þessari spurningu fyrir sér. Ef við förum í evruna, erum við ekki að fá miklu betri vexti? En svo þarf líka auðvitað að passa upp á ýmislegt annað. Við getum ekki verið með meiri grunnverðbólgu í okkar kerfi heldur en Evrópa þá til lengri tíma. Það þýðir að við þurfum að ná meiri aga á vinnumarkaðsmódeli okkar.“
Jú, jú. Það hefur verið bent á að hluti af vandanum í okkar vinnumarkaðsmódeli er einmitt hið háa vaxtaumhverfi sem býr til býr til þrýsting á launakröfur.
„Þetta er svolítið eggið og hænan.“
Þetta er það nefnilega. En þú hefur trú á því að við getum gert þetta. Við getum tekið til hér. og verðum að gera það áður en við förum að huga að kannski þátttöku í stærri gjaldmiðli.
„Við ættum alltaf að gera það. Það er bara sama og með sko haftalosunina. Það voru margir sem töluðu fyrir því að bara leysa það með því að fara í evruna. En þá hefði og farið á mis við þetta stóra uppgjör við slitabúin. Er við endurheimtum þennan kostnað sem ríkissjóður var sannarlega fyrir.. Þannig að sem betur fer nýttum við þá stöðu og staðan auðvitað skapaðist af því að við vorum ekki komnir í annað í myntsamstarf, annars hefði þetta líklega bara leyst með með því að taka á okkur þessar skuldbindingar.“
Já, já. Nú, eða ef við hefðum verið komin inn nógu snemma, þá hefðum við kannski ekki lent í þessum rússíbana.
„Mögulega, það er rétt.“