fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Vatnsævintýrið fór í sama vask og bruggið – 212 milljón króna gjaldþrot

Eyjan
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 12:36

Skiptum er lokið hjá Vök Waters ehf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi 1910 ehf. en félagið, sem hét áður Vök Waters ehf. var úrskurðað gjaldþrota þann 29. maí í fyrra. Skiptum lauk þann 27. desember síðastliðinn.

Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu er greint frá því að í heildina hafi kröfum upp á 212.597.304 krónum verið lýst í búið en engar eignir fundust í búinu. Síðasti birti ársreikningur félagsins er frá árinu 2022 en þá voru bókfærðar eignir 31,5 milljónir og skuldir um 31,8 milljónir.

Fyrirtækið framleiddi vatn undir vöruheitinu Vök sem ætlað var til sölu á erlendum mörkuðum og um tíma framleiddi félagið einnig kolsýrt vatn fyrir Rolf Johansen & Co.

Sjá einnig: Bruggfyrirtæki Fjallsins og félaga úrskurðað gjaldþrota

Félagið var í 100% eigu Alfreðs Pálssonar en hann tók einnig þátt í stofnun félagsins Volcanic Drinks, ásamt nokkrum viðskiptafélögum, árið 2010. Tilgangur félagsins var að framleiða sterkt áfengi úr íslensku vatni, meðal annars gin, vodka og viskí, en kraflyftingamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson var einn hluthafa auk þess að leika lykilhlutverk í markaðssetningu félagsins.

Hafþór Júlíus eignaðist svo fyrirtækið einn í febrúar 2022 en það var síðan tekið til gjaldþrotaskipta í júní 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar