fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum

Eyjan
Laugardaginn 11. janúar 2025 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægasta jólapartí í Íslendingasögum var haldið að Sæbóli við Dýrafjörð í Gísla sögu Súrssonar. Mikið var drukkið, konur grétu og ofbeldismenn flugust á. Endalokin urðu skelfileg og upphafið að mikilli ógæfu Gísla. Margir vildu kenna nábýli um en skammt var á milli bæjanna að Sæbóli og Hóli í sögunni.

Fram eftir öldum bjuggu Íslendingar í þröngum, dimmum og illa lyktandi torfbæjum. Birta var af skornum skammti og útsýni frá bæjarhúsunum lítið sem ekkert. Bakkabræður reyndu þó að bæta úr þessu með því að bera sólarljós inn í fötum og öðrum ílátum.

Á tuttugustu öldinni breyttist húsakosturinn. Stórhýsi úr steinsteypu risu um allt land þar sem mikið var lagt upp úr gluggum og útsýni. Þjóðin virtist uppgötva að hún bjó í stóru og strjálbýlu landi þar sem allir gátu haft rúmt um sig og séð bæði fjöll og haf út um stofugluggann. Þessi stefna var ríkjandi í nokkra áratugi og gott útsýni heillaði húsbyggjendur og skipti miklu máli varðandi verðlagningu íbúða.

Stjórnvöld í Reykjavík hafa nú tekið upp nýja stefnu í byggingamálum og horfið aftur til fortíðar. Hús eru byggð svo nálægt hvort öðru að íbúar sjá einungis inn í næstu íbúð eða gluggalausan húsvegg á næsta stórhýsi. Þjóðin getur fylgst með svefn- og matarvenjum nágrannans eins og í gömlu torfbæjunum. Allt er gert til að halda sólarljósi frá íbúðunum eins og gert var áður. Útsýni til fjalla eru stórlega ofmetin lífsgæði að mati nútíma skipulagsfræðinga.

Það er ávallt fagnaðarefni þegar yfirvöld hafa gamla menningu og hefðir í hávegum. Auðvitað eigum við að byggja heilu hverfin í sem mestum þrengslum svo að fólk geti ímyndað sér hvernig forfeðrunum leið í torfbæjunum. Sakni einhver sólarljóssins er alltaf hægt að bera inn birtuna í húfunni sinni að hætti Bakkabræðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Margur verður af aurum api

Óttar Guðmundsson skrifar: Margur verður af aurum api
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Enn eru fornmenn á ferð
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ofbeldi í nánum samböndum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ofbeldi í nánum samböndum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Andlitin sem enginn man

Nína Richter skrifar: Andlitin sem enginn man
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna