fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Framkvæmdastjóri N1: Pítsufyrirtækið var besti skólinn

Eyjan
Miðvikudaginn 17. september 2025 17:30

Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, segir árin hjá Domino’s, hafa verið einhvern besta skóla sem hann hefur farið í. Hann kom úr forstjórastöðu hjá Domino’s til N1 fyrir níu mánuðum og segir bæði mikinn og lítinn mun á því að rekat pitsufyrirtæki og orkufyrirtæki. Magnús er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markadurinn - Magnus Haflidason - 6.
play-sharp-fill

Markadurinn - Magnus Haflidason - 6.

Heimilisrafbílar er flestir hlaðnir mest heima fyrir eða á vinnustað og síður á hleðslustöðvum eins og þeim sem verið er að setja upp við flestar bensínstöðvar. Þetta hlýtur að vera áskorun fyrir félög á borð við N1.

„Já, það er auðvitað stór áskorun fyrir okkur og hin félög á markaðnum. Þarna þurfum við að hugsa: Hvernig fæ ég viðskiptin inn um hurðina þó að þau þurfi ekki neitt eldsneyti? Og það er svolítið áskorunin. Hún er bara skemmtileg og krefjandi og það er enginn skortur á hugmyndum. Nei, nei, en það verður alveg, ég held að það sé alveg óhætt að segja þetta af, allir aðilarnir munu þurfa að prófa sig áfram og sjá og prófa hvað virkar og hvað ekki. Þetta verða miklir umbrotatímar, held ég, næstu ár á þessum markaði.

En, vindum okkar kvæði í kross, hver er maðurinn Magnús Hafliðason? Hvaðan kemurðu?

„Ég er nú bara stoltur Bolvíkingur. Ekki fæddur en uppalinn, fæddur í bænum en fluttur aftur heim ungur og ólst þar upp fram að menntaskóla. Þá fluttum við aftur í bæinn eins og, eins og margir gera auðvitað úti á landi. Nú, menntaskólinn lá kannski ekkert sérstaklega vel við mér. Ég var svona, eigum við ekki að segja að áhuginn hafi verið takmarkaður oft á tíðum og bisnessáhuginn var kannski öllu meiri þannig að maður fór fljótt út í þann heim frekar en námið og maður hafi reynt að sinna því eftir bestu getu í og með,“ segir Magnús.

Hann segist snemma hafa verið með pælingar um rekstur og að stofna eitthvað, kannski ekki beint fyrirtæki, en að taka að sér verkefni sem verktaki, búa eitthvað til, þetta blundaði í mér. „Ég var lengi að forrita vefsíður, eigum við ekki að segja í árdaga internetsins, 1995, 6, 7, 8, og var einmitt í því ´99 þegar það varð svo frekar rólegt að gera hjá mér, eitthvað svona gat í verkefnastöðunni. Þá átti pabbi gamlan Fiat Uno, ´88 ef ég man rétt, og mér fannst að það væri alveg eins gott að setja þetta í einhverja vinnu. Vissi að það væri einhver pítsustaður uppi á Höfðabakka sem að var alltaf auglýsa eftir pítsusendlum, Ég vissi sko að þeir borguðu meira ef þú varst að keyra á eigin bíl. Það var þannig í þá daga og mér fannst það kjörið og henti mér í það og ætlaði nú bara vera í tvo, þrjá mánuði en, endaði svona bara á að vera í því vörumerki bæði hérna heima og úti í Skandinavíu svo að segja í 25 ár , með einhverjum smá hléum inn á milli.“

Magnús segir að vinnan hjá Domino’s hafi verið frábær skóli. Gaman hafi verið að fá að kynnast því að búa erlendis og taka að sér verkefni sem hann hefði alls ekki viljað missa af. „Einhver albesti skóli sem ég hef fengið. Ég held að það félag á ofboðslega mikið hrós skilið fyrir hvernig það elur upp sína starfsmenn. Og ég heyrði einmitt frá góðum félaga mínum sem að hitti aðra vinkonu okkar sem var að vinna lengi sem verslunarstjóri. Og hún sagði, já ég er í dag búin að fara í gegnum bæði grunnnám, batchelorsnám og mastersnám í háskóla. Ég lærði hvergi meira af rekstri heldur en að reka pítsustaðinn. Hérna eru ungir krakkar með mikla veltu, langan opnunartíma, tuttugu plús manns í vinnu. Þurfa að vera með hráefnisbókhald og laun, utanumhald og allt annað sem fylgir því að reka og halda úti vinnustað. Það er nú meira en margir geta sagt. Og þetta bara reyndist vera sá besti skóli sem ég hef fengið og ég reyndar fór í háskóla og náði mér í MBA gráðu svona á síðari stigum. Já, já, eins og gengur.“

Komstu beint frá Domino’s til N1?

„Já, ég var forstjóri Domino’s í rétt um þrjú ár, ef ég man rétt.“

Er þetta mjög ólíkt umhverfi?

Já og nei. Þetta er auðvitað annars konar starfsmannahópur. Þetta er svipaður fjöldi, rétt í kringum sex hundruð manns. En auðvitað er samsetningin annars konar. Það eru fleiri sérfræðingar og hérna, fólk með mjög langa starfsreynslu auðvitað hjá N1 og það er það sem að ég tel líka vera kostinn við N1, þú ert með svo mikla reynslu í bland við nýja og ferska, kannski nýjar áherslur hjá nýju fólki. Það er einhver einstakur kokteill sem verður til þar. En það er nú önnur, hann er nú önnur saga. En í grunninn er þetta rekstur og reksturinn er held ég oft á tíðum dálítið svipaður og svipaðar áskoranir, alveg sama hvort þú sért að díla við hráefnisverð á osti eða heimsmarkaðsverð á olíu. þannig að þetta er, já, þetta er ólíkt, þetta er víðtækara. En það hefur bara verið alveg ofboðslega skemmtilegt að takast á við og læra á og bara eftir langan tíma í kannski svipuðu starfi, þó það hafi þróast auðvitað og verið bæði hér heima og erlendis, en þá er bara hollt fyrir mann að taka stökkið og prófa eitthvað nýtt.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Hide picture