fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Ólafur tekinn við af Hildi

Eyjan
Laugardaginn 30. ágúst 2025 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins staðfesti á fundi sínum sem hófst nú fyrir hádegi að Ólafur Adolfsson þingmaður flokksins taki við af Hildi Sverrisdóttur sem þingflokksformaður.

Vísir greinir frá þessu en Guðrún Hafsteinsdóttir formaður flokksins hefur sjálf ekki tilkynnt um niðurstöðuna á samfélagmiðlum.

Hildur sagði í vikunni af sér sem þingflokksformaður en verður áfram í þingliði flokksins. Ljóst er að Guðrún vildi skipta Hildi út en hafði ekki haft nægilegan styrk í þingflokknum til að hrinda því í framkvæmd.

Hildur studdi Áslaugu Örnu Sigurbjörndóttur í formannskjöri flokksins þar sem sú síðarnefnda beið nauman ósigur gegn Guðrúnu.

Hildur sagði á endanum af sér að eigin sögn til að forða átökum í flokknum en það virtist blasa við að Guðrún ætlaði að freista þess að knýja fram atkvæðagreiðslu í þingflokknum um áframhaldandi setu Hildar í stóli þingflokksformanns.

Ólafur er hins vegar í þeim armi flokksins sem studdi Guðrúnu í formannskjörinu og ljóst virðist því að formaðurinn hefur með þessum breytingum náð að auka styrk sinn í þingflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra