fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs

Eyjan
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 02:16

Skömmu eftir að ræða Vilhjálms hófst færði Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins sem sat á forsetastóli, blað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá fordæmalausi atburður gerðist á Alþingi laust fyrir miðnætti í gærkvöldi að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, frestaði umræðu um veiðigjaldamálið og sleit þingfundi kl. 23:39 án þess að hafa til þess umboð forseta eða meirihluta forsætisnefndar. Hildur er, þrátt fyrir að vera þingflokksformaður, í forsætisnefnd Alþingis.

Fyrirhugað hafði verið að þingmenn stjórnarandstöðunnar fengu að tala um málið eitthvað fram eftir nóttu, enda virðist tjáningarþörf þeirra um málið nánast óendanleg. Hins vegar hefur komið fram að málþófsmenn vilja helst fá að stunda sitt málþóf milli kl. 10 og 16 á virkum dögum og ekki þurfa að mæta til þingfundar um kvöld og helgar.

Tveir þingmenn ríkisstjórnarmeirihlutans voru í þingsal er þetta gerðist og hafa þeir aldrei upplifað annað eins. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist í samtali við Eyjuna ekki vita til þess að svona hefði áður gerst í þinginu.

„Ég var í þingsal í kvöld og man ekki eftir öðru eins, en hér hefur þingflokksformaður augljóslega tekið fram úr sér sem fulltrúi í forsætisnefnd, svo ekki sé harðar að orði kveðið. En þetta vitnar líka um það hvoru megin þau telja að völdin eigi að vera.“

Blaðamaður horfði á upptöku af síðustu mínútum þingfundarins og þar sést greinilega að þegar síðasti ræðumaður kvöldsins, Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ræðu sína kl. 23:34, gengur Bergþór Ólason inn í mynd og upp að forsetastól og afhendir Hildi blað. Þau eiga saman orðastað. þremur mínútum síðar kemur hann aftur til forseta og þau hvíslast á. Mínútu síðar, kl. 23:38, kemur hann í þriðja sinn til Hildar og þau eiga samtal.

Bergþór kom öðru sinni að ræða við Hildi.
Í þriðja sinn kom Bergþór til Hildar.
Svo sleit Hildur Þingfundi án umboðs forsætisnefndar.

Mínútu síðar lýkur Vilhjálmur ræðu sinni, enda ræðutími hans liðinn, og stendur þá Hildur upp og segir umræðu um dagskrármálið frestað og fundi slitið.

Sem fyrr segir er hér um fordæmalausan atburð í þingsögunni að ræða, að þingmaður minnihluta fari gegn ákvörðunum meirihluta þingsins um dagskrá og lengd þingfundar.

Með athæfi sínu hefur Hildur að líkindum sett aukna hörku í samskipti stjórnarmeirihlutans og minnihlutans á Alþingi um þinglok og afgreiðslu mála. Forvitnilegt verður að sjá hver eftirköstin verða þegar þing kemur saman kl. 10 í fyrramálið. Þá er eitt mál á dagskrá, veiðigjaldafrumvarpið, og þrýstingur á stjórnarmeirihlutann að beita meirihlutaafli sínu til að knýja fram tafarlausa atkvæðagreiðslu um málið fer mjög vaxandi, enda sýnir nýjasta skoðanakönnun Prósents að 69 prósent þjóðarinnar styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar en einungis 17 prósent eru andvíg. Enga skoðun á málinu hafa 14 prósent kjósenda og ef aðeins er horft til þeirra sem taka afstöðu nýtur veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar stuðnings 80 prósent kjósenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu