Afstaða, félag um bætt fangelsismál, fagnar nú 20 ára afmæli. Afmælinu verður fagnað með glæsilegri ráðstefnu á Natura Hótel í Reykjavík, frá kl. 8:30 til 17:00 á fimmtudag.
Á dagskránni er meðal annars sýning á heimildarþætti frá Litla-hrauni, hugleiðsla, reynslusögur, erindi frá innlendum og erlendum sérfræðingum og tónlistaratriði frá fanga. Einnig verða pallborðsumræður en dagskrána í heild má smá á spjaldinu hér fyrir neðan:
Skráning á ráðstefnuna er hér.
Sjá ennfremur Facebook-síðu ráðstefnunnar.