fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Diljá Mist Einarsdóttir: Hægri menn eru miklu prúðari en vinstri menn – stjórnarandstaðan samheldnari en áður

Eyjan
Þriðjudaginn 6. maí 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talað hefur verið um að Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi undir högg að sækja í þingflokki Sjálfstæðismanna. Meirihluti þingmanna hafa kosið gegn henni á landsfundi og styðji ekki formanninn. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður flokksins, verður ekki vör við þetta. Hún segir Guðrúnu hafa gott lag á að vinna með fólki og telur hana eiga vísan stuðning vegna góðra mannkosta sinna. Diljá Mist er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Dilja Mist - 5
play-sharp-fill

Eyjan - Dilja Mist - 5

Mér hefur fundist Sjálfstæðisflokkurinn vera dálítið ráðvilltur að undanförnu.

„Já, ég upplifi það nú ekki að við séum mjög ráðvillt. Það er gríðarlega góð stemning innan okkar raða, mikil tilhlökkun, auðvitað miklar breytingar, það er ekkert skrítið að fólk sé að setjast og finna sig í nýjum hlutverkum., mér finnst það nú ekkert skrítið. Mér finnst viðtökurnar hafa verið góðar, mér finnst landsmenn taka okkur vel, það endurspeglast sumpart í skoðanakönnunum, þessari breyttu ásýnd, og mér finnst ég finna fyrir meðbyr,“ segir Diljá Mist.

Hún segir stjórnarandstöðuna á þingi jafnvel einsleitari en fyrr þótt henni hugnist ekki það hugtak. „Það eru engir kommar inni á þingi. Það eru kommar inni á þingi en þeir eru svona í felulitunum í ýmsum flokkum, það er eiginlega þannig. Það er auðvitað meiri kannski samstaða í stjórnarandstöðunni en hefur verið, betri vinnufriður. Svo eru bara hægri menn miklu prúðari heldur en vinstri menn hvort sem kemur að stjórnarandstöðu, mótmælum eða öðru, við þekkjum það,“ segir hún og hlær.

Diljá Mist segir töluverðan aðdraganda hafa varið að stöðunni eins og hún er í dag. Það hafi verið kosningar og svo hafi formaðurinn ákveðið að hætta og í kjölfarið upptaktur að landsfundi og nú sé rykið að setjast eftir landsfund. „Fólk er að finna sig í nýjum hlutverkum og landsmenn að meta okkur og máta, ég skynja það. Mér finnst okkur ganga prýðisvel, að minnsta kosti er andinn mjög góður.“

Það er sagt við mig, og ég þekki þetta – ég man þegar Davíð Oddsson var kosinn formaður, 1991. Þá var ég framkvæmdastjóri þingflokksins – ég man eftir því að hann þurfti að tipla á tánum í þingflokknum, hann var ekkert með meirihluta í þingflokknum alveg til að byrja með. Mér er sagt að nýi formaðurinn, Guðrún Hafsteinsdóttir, sé í svipaðri stöðu gagnvart þingflokknum, hún sé ekki með meirihluta í þingflokknum – meirihluti þingflokksins hafi kosið mótframbjóðandann – og hún sé ekki búin að tryggja sér undirtökin í þingflokknum.

„Ég hef nú ekki farið í hausatalningu í þingflokknum og velt þessu svona gaumgæfilega fyrir mér, ef ég á að segja þér alveg eins og er, og þetta er ekki áberandi, hvorki inn á við né út á við, ekki finnst mér það,“ segir Diljá Mist. „Hvað varðar stjórnunarhætti Guðrúnar, hvort hún tipli á tánum, ég bara myndi ekki orða það sem svo …“

Þetta var nú bara svona tekið til orða …

„Já, akkúrat, ég skil hvað þú átt við. Ég van nú náið með Guðrúnu í þinginu, hún var formaður efnahags- og viðskiptanefndar þegar ég sat þar í nefndinni. Guðrún er bara ofboðslega lunkinn stjórnandi og svo er hún bara mikil mannamanneskja – „peoples person“ – þannig að hún á bara mjög auðvelt með að starfa með öllum og það var ótrúlega gaman að fylgjast með henni gegna þessari formennsku í þinginu, hvað hún átti auðvelt með samstarf við fólk í öllum flokkum, náði vel til þeirra og hlaut bara góðan stuðning og traust frá öllum og þannig formaður held ég að Guðrún verði og sé.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Hide picture