fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

 „Ekki viðunandi staða“ – Vilhjálmur hefur áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins í borginni 

Eyjan
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 15:30

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefur talsverðar áhyggjur af stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni. Vilhjálmur var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2006 til 2007 í valdatíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og oddviti flokksins á árunum 2003 til 2008.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag viðrar Vilhjálmur áhyggjur sínar af stöðu mála hjá hans gamla flokki. Í gær kom út ný skoðanakönnun Maskínu, svokallaður borgarviti, þar sem í ljós kemur að Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi frá fyrri könnun. Hann fengi nú 20% atkvæða en hafði 23% í síðustu könnun í mars síðastliðnum.

Eins og margir muna var Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í síðustu kosningum með 25% fylgi en endaði samt í minnihluta. Sjálfstæðismönnum, ungum sem öldnum, líst ekki á þessa stöðu enda mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í borginni með 26% fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi í Reykjavík – Sanna Magdalena orðin vinsælli en Dagur

„Ljóst er að staða Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn er óviðun­andi. Fylgið hef­ur um nokk­urt skeið verið í lág­marki, eða í kring­um 20%,“ segir Vilhjálmur sem hefur áður viðrað áhyggjur sínar af stöðu flokksins, nú síðast í grein í Morgunblaðinu þann 8. ágúst þar sem hann hvatti borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins til að endurskoða vinnulag sitt.

„Það felst meðal ann­ars í því að ná betra sam­bandi við kjós­end­ur í Reykja­vík og kynna vel þau mál­efni sem borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins leggja áherslu á í störf­um sín­um á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar. Heim­sókn­ir á vinnustaði í hverf­um borg­ar­inn­ar eru í þessu sam­bandi mik­il­væg­ar,“ segir hann og heldur áfram:

„Það er auðvitað ekki viðun­andi staða fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn að fylgi við hann í höfuðborg­inni sé ekki meira en raun ber vitni. Ljóst er að mál­efn­um borg­ar­inn­ar er ekki vel stjórnað af meiri­hlut­an­um í borg­ar­stjórn. Þess sér merki víða í borg­inni. Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins verða að gera sér grein fyr­ir því að nú­ver­andi vinnu­lag þeirra er ekki lík­legt til að færa Sjálf­stæðis­flokkn­um auk­in áhrif á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar. Bet­ur má ef duga skal.“

Vilhjálmur leggur til að borgarfulltrúar flokksins efni til funda í öllum hverfum borgarinnar með flokksbundnum Sjálfstæðismönnum þar sem staða flokksins í borginni verði brotin til mergjar.

„Einnig væri já­kvætt að borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn kynnti til­lög­ur sín­ar um auk­in tengsl við borg­ar­búa hvað varðar mik­il­væg mál­efni og aðgerðir í ein­stök­um hverf­um borg­ar­inn­ar. Ein­ung­is öfl­ug mál­efn­astaða legg­ur grunn­inn að því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verði ekki áfram í minni­hluta í borg­ar­stjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?