fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Vatnajökulsþjóðgarður – ráðaleysið og sleifarlagið eins og úr dystópískri vísindaskáldsögu

Eyjan
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 18:30

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að þjóðin furði sig þessa dagana á því hirðuleysi sem bersýnilega hefur viðgengist varðandi öryggismál í Vatnajökulsþjóðgarði og kostaði bandarískan ferðamann lífið um helgina í íshruni á Breiðamerkurjökli.

Í Kastljósi í vikunni var ótrúlegt viðtal við framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem fram kom að ekkert virðist hafa verið hugað að öryggismálum á jöklinum í mörg ár. Vönduð skýrsla um slíkt var gerð árið 2017. Árið 2019 varð alvarlegt óhapp á jöklinum og árið 2020 fékk þjóðgarðurinn valdheimildir til að setja reglur um öryggi og framfylgja þeim.

Í kjölfar banaslyssins á jöklinum vísar hver á annan. Ferðamálaráðherra bendir á þjóðgarðinn og þjóðgarðurinn vísar á þau ferðaþjónustufyrirtæki sem gert hafa samning við Vatnajökulsþjóðgarð um að vera með starfsemi á jöklinum. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins sagði ferðaþjónustufyrirtækjunum vera treyst til að meta öryggi á jöklinum en þjóðgarðurinn sem slíkur virðist ekki gera neinar öryggiskröfur eða setja neinar hömlur.

Í Kastljósi sagði framkvæmdastjórinn að nú yrðu þessi mál skoðuð. Orðið á götunni er að getuleysi stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs sé algert og spurningar hljóti að vakna um hæfni þeirra níu aðalmanna og níu varamanna, sem sitja í stjórninni, margir pólitískt skipaðir. Stjórnin fundar að jafnaði einu sinni í mánuði og fundirnir standa jafnan ekki skemur en 2-3 klukkustundir. Þessi fundatíðni hefur verið óbreytt í áratug eða meira. Á einhvern óskiljanlegan hátt virðist stjórninni hafa tekist að leiða hjá sér öryggismál á jöklinum þrátt fyrir allan þennan fundartíma.

Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs eru 38, samkvæmt heimasíðu þjóðgarðsins, og ætla mætti að helsta verkefni þeirra væri tvíþætt; annars vegar að vernda náttúruna í þjóðgarðinum, m.a. með því að tryggja að öll aðstaða sé viðunandi, og hins vegar að standa vörð um líf og limi þeirra ferðamanna sem þangað leggja leið sína, m.a. með því að setja ferðaþjónustuaðilum skorður varðandi lífshættulegar ferðir.

Orðið á götunni er að hið síðarnefnda kalli að stjórnin sitji ekki fund eftir fund og klóri sér í kollinum og hugsi um hlutina fram og til baka. Þess í stað skuli hún taka ákvarðanir á grundvelli ráðgjafar vísindamanna og annarra sérfræðinga varðandi það t.d. að skýrar öryggisreglur gildi á þeim hættulega stað sem jökull er og hrindi þeim í framkvæmd. Til þess hefur hún 38 starfsmenn.

Orðið á götunni er að landsmenn gapi einfaldlega af undrun yfir því fullkomna skipulags- og stjórnleysi sem virðist einkenna störf þeirra sem fara með og bera ábyrgða á stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs – ráðaleysið og sleifarlagið séu eins og úr dystópískri vísindaskáldsögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Árborg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast