fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Forgangsröðun fjármuna hjá þessari ríkisstjórn undanfarin sjö ár hefur sýnt að hinn almenni borgari, venjulegt fólk í landinu, getur étið það sem úti frýs,“

segir Inga Sæland formaður Flokks fólks í skoðunargrein sinni í Morgunblaðinu í dag. 

Inga gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og segir það varla á færi nema hörðustu nagla að horfa yfir sviðið og sjá hvernig „þessari ríkisstjórn hefur tekist að hella olíu yfir samfélagið og hreinlega bera eld að því. Núverandi staða þess einkennist af vaxandi fátækt, rýrnandi kaupmætti, biðlistum eftir læknishjálp og hreinlega óafsakanlegum húsnæðisskorti.“

Inga tiltekur mörg dæmi:

„Undir verndarvæng mennta- og barnamálaráðherra hefur fátækt íslenskra barna vaxið um 44%. Lestrarfærni þeirra hefur hrakað gríðarlega og talið er að um helmingur drengja útskrifist úr grunnskóla með lélegan lesskilning eða jafnvel ólæsir. Skerðingarofbeldið gagnvart öldruðum og öryrkjum heldur áfram. Hundrað einstaklingar deyja árlega ótímabærum dauða vegna fíkniefnasjúkdóma og yfir 700 manns bíða örvæntingarfullir eftir því að komast að á sjúkrahúsinu Vogi. 

Allt þetta í einu ríkasta landi í heimi. Í landi tækifæranna eins og Sjálfstæðisflokkurinn nefnir það.“

Skella skollaeyrum við ákalli hjálparstofnana

Inga segir einstæðar mæður örvænta á samfélagsmiðlum yfir því hvernig þær eigi að gefa börnum sínum hollan mat þegar þær hafa aðeins nokkur þúsund krónur á viku til ráðstöfunar. 

„„Ég hef 20.000 kr. á mánuði, 5.000 kr. á viku til að gefa börnunum mínum að borða. Hvernig get ég komið í veg fyrir að börnin mín líði næringarskort?“ spyr ein þeirra.“

Segir Inga ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrum við ákalli hjálparstofnana sem sjá um að brauðfæða þá allra verst settu. „Það eru nefnilega ekki til peningar þegar kemur að því að aðstoða þá verst settu. Á sama tíma dagar tugi aldraðra uppi á Landspítalanum í dýrasta hjúkrunarúrræði landsins. Þetta gerist þrátt fyrir vitneskju um vaxandi skort á hjúkrunarrýmum. Þingheimur hefur lengi vitað að eldra fólki muni fjölga hratt. En hverju hefur verið áorkað? Fjórflokkurinn hefur gefið ótal kosningaloforð um að standa vörð um velferð eldra fólks. Nú t.d. með því að auglýsa hvað það sé nú gott að eldast á Íslandi.“

Líkir ríkisstjórninni við strút

Inga segir hlægilegt hvernig ríkisstjórnin „hefur tileinkað sér flóttaleiðir strútsins með því stinga hausnum í sandinn í þeirri veiku von að vandinn leysist af sjálfum sér! Staðreyndin er sú að ríkisstjórninni er nákvæmlega sama um þá sem hún var kjörin til að vernda. Að baki eru sjö ár svika, vaxandi fátæktar og vonbrigða. Við í Flokki fólksins munum leiðrétta óréttlætið með ykkar hjálp. Flokkur fólksins mun aldrei lofa til þess eins að svíkja þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Við munum alltaf setja fólkið í fyrsta sæti. Fólkið fyrst, svo allt hitt. Svik á svik ofan!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum