fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert hefur verið um að fjárfestar hafi fært sig af hlutabréfamarkaði inn á lóða- og fasteignamarkaðinn á undanförnum misserum og árum, enda hefur ávöxtun á fasteignamarkaði tekið ávöxtun á hlutabréfamarkaði langt fram. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, segir að þegar saman komi hátt launastig, mikil hagvöxtur og ferðamannastraumur myndist gríðarlegur þrýstingur á fasteignaverð. Snorri er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Snorri Jakobsson -5.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Snorri Jakobsson -5.mp4

„Ef við horfum á síðustu fimm ár þá hefur Úrvalsvísitalan hækkað nánast ekki neitt. Markaðurinn hér hefur bara verið miklu þyngri og það áhyggjuefni hve þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði er lítil. Eins og aðstæður eru núna er mjög erfitt að selja hlutabréfamarkað vegna þess menn hafa fasteignamarkaðinn og segja, hann bara hækkar sama hvað. Og það hefur bara verið svoleiðis. Hann hefur hækkað sama hvað hefur verið í gangi,“ segir Snorri.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hann minnist á að nýlega hafi verið fréttir af mótmælum á Kanarí gegn ferðamönnum. Sjá megi samlíkingar hér á landi og Snorri bendir á að þegar saman komi há laun, mikill hagvöxtur og síðan bætist ferðamannastraumur við, eins og hér á landi, þá verði þrýstingur á fasteigna- og lóðaverð gríðarlegur.

„Maður var farinn að sjá þetta strax 2016-17 að það vantaði verulega íbúðir, en það var ekki orðið vandamál þá. Svo fór þetta að verða vandamál hérna upp úr 2019-20, þegar vextirnir lækkuðu. Þá fór náttúrlega allt upp.“

Snorri segir Covid hækkunina á hlutabréfa markaði vera gengna til baka þannig að markaðurinn sé ekki nema 20-25 prósentum hærri en hann var fyrir fimm árum, sem sé ekki mikið. Hann bendir á að á móti komi að mikið af félögunum í Kauphöllinni séu arðgreiðslufélög og Úrvalsvísitalan leiðrétti ekki fyrir arðgreiðslum. „Svo er búið að vera lágt vaxtastig stóran hluta þessa tíma.“

Aðspurður hvort ekki sé líklegt að fjárfestar hafi fært sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteignamarkaðinn, segir Snorri: „Ég held að það sé alveg töluvert um það að menn hafi bara farið af hlutabréfamarkaðnum og inn á lóða- og fasteignamarkaðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Hide picture