fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Óvæntur hópur er stærsti gagnrýnandi Trump

Eyjan
Föstudaginn 8. mars 2024 15:00

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn bandarískur forseti hefur verið með svo marga háttsetta samstarfsmenn sem hafa tekið afstöðu gegn honum eins og Donald Trump. Þetta er athyglisverð þróun fyrir forseta sem montaði sig af að ráða „aðeins besta fólkið“.

Þrír af þessum andstæðingum hans stigu nýlega á svið á „Principles First“ ráðstefnunni í Washington D.C. og hlutu standandi lófaklapp fundargesta.

Markmiðið með ráðstefnunni var, eftir því sem Cassidy Hutchinson, sem starfaði fyrir síðasta starfsmannastjóra Trump í Hvíta húsinu, segir að sameina íhaldskrafta og koma þeim „aftur til raunveruleikans“. „Að fá fólk til að hætta að trúa á samsæriskenningarnar og lygarnar sem Trump stendur á bak við,“ sagði hún.

Ásamt henni tóku Sarah Matthews, fyrrum talskona Trump í Hvíta húsinu, og Alyssa Farah Griffin fyrrum forstjóri samskiptamála Hvíta hússins, þátt í ráðstefnunni. Faðir Griffin er einarður stuðningsmaður Trump og sniðgekk brúðkaup dóttur sinnar eftir að hún varaði kjósendur opinberlega við að styðja Trump í forsetakosningunum.

Þessar þrjár konur eru langt frá því að vera einu andstæðingar Trump úr hópi fyrrum starfsmanna hans að sögn Jótlandspóstsins.

Stór hópur fyrrum starfsmanna hans hringir viðvörunarbjöllum og horfir áhyggjufullur á hvernig Trump sigrar í hverju forvalinu á fætur öðru. Meðal þeirra eru Mike Pence varaforseti hans, margir starfsmannastjórar, fólk úr ríkisstjórn hans, háttsettir hernaðarráðgjafar, lögmenn og fjölmiðlafólk.

Samantekt, sem var gerð á síðasta ári, sýndi að minnst 24 háttsettir aðilar úr innsta hring hans vara nú opinberlega við honum endurkjöri hans.

Á móti hafa aðeins sex háttsettir aðilar úr ríkisstjórn hans lýst yfir stuðningi við framboð hans og aðeins einn af fjórum starfsmannastjórum hans.

Í samtali við Washington Post, sagði John F. Kelly, sá starfsmannastjóri Trump í Hvíta húsinu sem gegndi embætti lengst, að hann horfi með vaxandi örvæntingu á yfirburði Trump í forkosningum Repúblikanaflokksins.  „Það er ofar mínum skilningi að hann fái þann stuðning sem hann fær,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum