fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
EyjanFréttir

Vill að bullinu linni – segir alvöru frambjóðendur vera til

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. mars 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir frambjóðendur sem stigið hafa fram og lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands hafa bælda athyglisþörf, brenglað sjálfsmat eða ríkan húmor sem þeir telja að eigi erindi við þjóðina, nema um allt þrennt sé að ræða, að mati Náttfara á Hringbraut.

Ólafur Arnarson skrifar Náttfara og hann segir mikilvægt að ruglinu í sambandi við framboð til forseta fari senn að ljúka. Hann bendir á að forsetaembættið sé mikilvægt og virðulegt og miklu skipti að vel takist til við val á næsta forseta lýðveldisins.

„Til þess að þetta virðulega og mikilvæga embætti okkar brothættu þjóðar verði ekki gengisfellt er mikilvægt að ruglinu ljúki og alvöruframbjóðendur komi nú fram,“ skrifar Ólafur.

Hann telur upp þrjá frambjóðendur, sem allir hafa verið nefndir í tengslum við forsetaframboð, sem líta verði á „sem fólk sem gæti tekið við embætti forseta Íslands og gegnt því með fullum sóma.“

Þessir þrír eru Halla Tómasdóttir, sem náði góðum árangri og varð í öðru sæti á eftir Guðna Th. Jóhannessyni í kosningunum 2016, Alma Möller, landlæknir, og Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur með glæstan viðskiptaferil.

Ólafur bindur greinilega vonir við að nafni hans svari kallinu og bjóði sig fram til embættisins og skrifar: „Vonandi stígur hann fram og gefur kost á sér þessa embættis. Ólafur hefur hvarvetna verið yfirburðamaður, allt frá æsku í menntaskóla og æ síðan.“

Engu að síður telur hann að hvert og eitt þessara þriggja yrðu glæsilegir fulltrúar þjóðarinnar á Bessastöðum.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir