fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Varpar ljósi á viðbótarlaun ríkisins í kjölfar skattabónusamálsins – Hæsta greiðslan 9,7m.kr og rann til starfsmanns Landspítalans

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, nema hæstu greiddu viðbótarlaun til ríkisstarfsmanns á einu ári um 9,7 m.kr. og voru þau greidd á Landspítalanum árið 2022.

Um er að ræða fyrirspurn frá þingmanni Flokks fólksins, Eyjólfi Ármannssyni, um greiðslu viðbótarlauna til starfsmanna ríkisins í ljósi frétta um bónusgreiðslur hjá embætti Skattsins. Segir í svari að heimild forstöðumanna ríkisstofnana til greiðslu viðbótarlauna eigi sér lagastoð í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þó beri að fara eftir reglum ráðherra um framkvæmdina. Núverandi reglur eru frá árinu 2022. Slíkar greiðslur eru bókaðar með ólíkum hætti eftir því hvort þær byggjast á lögum eða stofnanasamningi.

Á grundvelli stofnanasamninga hafa mest verið greiddir 2,5 milljarðar á ári, og þá til um 5.200 einstaklinga. Þessar tölur séu óvenjulegar þar sem þær megi rekja til mönnunarvanda og álags á Landspítalanum. Hæstu viðbótargreiðslu á grundvelli stofnanasamnings fékk einstaklingur á Landspítala sem á einu ári fékk 9.743.550 kr. í viðbótargreiðslur á árinu 2022. Á meðfylgjandi töflu úr svari ráðherra má sjá hvernig árið 2022 sker sig úr, en á sama tíma hvernig viðbótargreiðslur á grundvelli lagaheimildar hafa aukist.

Ráðherra segir að fjárveitingar vegna viðbótargreiðslna árið 2022 hafi verið afgreiddar í fjárlögum sem og í fjáraukalögum. Kemur þó fram í svari að ekki sé um neitt hámark að ræða á greiðslur sem þessar. Í eldri lögum var talað um 30 þúsund krónur, en það hámark var síðar afnumið með nýjum reglum og kjarasamningum. Greiðslur til starfsfólks Skattsins sem til umfjöllunar hafa verið voru þó takmarkaðar af 2 prósentum launasummu þess starfsfólks em tilheyrði stéttarféögum BHM og fékk fjórðungur þeirra greiðslu í hvert og eitt skipti. Slíkar greiðslur voru framkvæmdar tvisvar á ári og námu hjá Skattinum 500 þúsund, en allir fengu sömu fjárhæð greidda. Fjórðungur starfsmanna Skattsins hjá BHM gat fengið viðbótarlaun á hverju sex mánaða matstímabili. Breyting var svo gerð á stofnanasamningi 9. febrúar og eftir breytingu hafa tvær nýjar starfsaldurshækkanir leyst viðbótarlaun af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?